miðvikudagur, mars 22, 2006

Gleymdi einu...

ÞAÐ ER SNJÓR HÉRNA!!! Byrjaði allt í einu að snjóa hérna í fyrradag sem maður er ekki sáttur við eftir að hafa fengið aðeins að finna fyrir 20°C fyrr í mars. Eins gott að þetta fari fljótt því ég verð fara að vinna á taninu, er orðin alveg eins og næpa ;)

Hmm...

... Hvar á að byrja. Jú, það er satt, ég er trúlofuð. Átti ekki von á því en Nolyn skellti sér á hnéið eins og í bíómyndunum, voða rómó bara. Er annars ekki byrjuð að plana neitt, ætla að bíða með það í dágóðan tíma. Við fórum á skíði í Colorado fyrir rétt tæpum 3 vikum og vorum þar í fjórar nætur. Alveg æðislegt skíðafæri og svakalega fallegt þarna. Risastórar brekkur, með moguls, og stökkpöllum, en skemmtilegast var að skíða inn á milli trjánna sem voru þarna út um allt. Ferðin var samt ansi löng, um 14 tíma akstur hvora leið þannig að maður var vel þreyttur eftir þetta amstur.

Spring break var svo kærkomið frí í síðustu viku. Gerði lítið annað en að slaka á. Fór til Columbiu tvisvar að djamma og soleis, en ég var mest í afslöppun og undirbúningi fyrir lokaátökin á önninni. Annars fórum við til Columbia um helgina til að djamma með Shannon systir hans Nolyns. Vinkona hennar vildi endilega fara á einhvern bar sem kallaðist Cody's og við vissum náttla ekkert þannig að við samþykktum það auðveldlega. Þegar við komum á staðinn þá er þetta svona Country bar, risastór á tveimur hæðum og með hljómsveit og allt saman. Ekki nóg með það heldur er eitt stykki "rodeo" naut í einu horninu og svaka röð af gellum sem biðu eftir að fá að fara á nautið. Ansi skondið en Shannon ákvað að skella sér á þetta þrátt fyrir allt. Fullt af svona gaurum í kúrekastígvélum, með hatta, risa belti og allt saman þannig að þetta var soldið spes. Við skemmtum okkur samt bara ágætlega en ég efast um að ég fari aftur þangað, línudansinn er ekki alveg að gera sig.

Á sunnudeginum verslaði ég svo slatta. Var komin á þörfina eftir að hafa staðist freistinguna þegar Jóna og Nanna komu til mín með 17 ferðatöskur fullar af nýjum fötum. Bæ ðe vei þá var alveg æðislegt að fá þær í heimsókn og strákarnir skila slefandi kveðju til ykkar ;) Ég held ég hafi sjaldan séð karlpeninginn svona desperate.

Hvað get ég fleira sagt frá... jú, ég er að reyna að fara hætta minni fjögurra mánaða leti og reyna að fara að hreyfa mig eitthvað svo ég komist í eitthvað form fyrir sumarið. Búin að fara tvisvar í þessari viku sem mér finnst bara nokkuð gott afrek.
En jæja, er þetta ekki orðið ágætt?
Later...

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

12 klst í los padres

Vá, ótrúlega líður tíminn hratt.... Nóvember kominn, bara tveir leikir eftir af tímabilinu og mamma og pabbi eru að koma í heimsókn! Við keppum við Emporia á morgun og svo Mo Western á laugardaginn. Verðum að vinna báða leikina til að eiga séns í að vinna deildina en þá verður Southern líka að tapa eða gera jafntefli... við verðum bara að taka þetta og vona hið besta bara. Annars hlakka ég voða til að fá foreldrana í heimsókn því maður hefur saknað þeirra dáldið, hef ekki séð þau í næstum fjóra mánuði! Stefnan er líka að fara bæði til Columbia og Kansas City og kíkja á mannlífið þar (og náttla verslanirnar ;) Það er samt bara voða lítið fleira að frétta héðan; skólinn og boltinn hafa tekið upp mestan minn tíma þannig að það verður gaman að geta slakað smá á á næstu vikum og tekið því rólega þar til að lokaprófin koma. Annars kemur mér ábyggilega til með að leiðast og vilja að æfingarnar byrji aftur... ég verð bara að fara að taka upp á einhverju öðru hobbíi þar til ég kem heim... Já, heim, alveg rétt. Ég keypti miðann um daginnn. Verð komin á klakann að morgni 16. des og verð í rétt tæpan mánuð. Nolyn ætlar að koma með mér heim og vera yfir jólin og áramót. Annars er ég í hálfgerðum bömmer, í fyrsta lagi vegna þess að ég þarf að láta taka úr mér endajaxlana áður en ég fer aftur til usa, og í öðru lagi vegna þess að ég þarf að fjúga heim á afmælisdeginum mínum, föstudeginum 13.jan.... ekki alveg nógu ánægð með það því ég hefði alveg verið til í að djamma eða gera eitthvað spennandi, en jæja, ég verð bara að halda upp á það áður en ég fer.... Það lítur annars út fyrir að næsta önn verði bara nokkuð næs, ég er búin að taka nógu marga áfanga til þess að ég þurfi bara taka sirka tvo tíma á dag nema á föstudögum þá verð ég bara í einum tíma... og ég þarf ekki að mæta fyrr en kl. 10:30 alla vikuna! En jæja, þá er þetta bara orðið gott held ég barasta... sí jú

föstudagur, október 07, 2005

Jæja, hvað er eiginlega að frétta....

Ansi langt síðan síðast og maður hefur lítið látið í sér heyra á klakanum... en betra seint en aldrei, ekki satt? Þessi önn hefur bara gengið sinn vanagang svo sem, bara verið aðeins of mikið að gera eins og venjulega en það verður bara að hafa það. Skólinn alveg á fullu, tók fimm próf í síðustu viku sem var ansi mikil törn en það hafðist... fólk var farið að halda að ég byggi á bókasafninu. Svo er líka allt brjálað að gera í boltanum. Tímabilið hálfnað og við að rembast við að vinna riðilinn aftur og komast í úrslitakeppnina. Verðum líklega að vinna alla leiki sem eftir eru því við töpuðum nokkrum í byrjun tímabilsins, þannig að við verðum að taka á honum stóra okkar. Á morgun keppum við við Northwest og á sunnudaginn keppum við við Central þannig að það dugar ekkert nema harkan!

Annars er það nú að frétta að mamma og pabbi ætla að kíkja til mín eftir tæpan mánuð!! Þau rétt ná síðustu tveimur leikjunum á tímabilinu og svo ætlum við að rúnta eitthvert og versla nokkrar jólagjafir (helst bara fyrir mig). Það verður án efa voða gaman og ég hlakka til að fá þau í heimsókn. En jæja, ég ætla að fara að fá mér eitthvað í gogginn... ég reyni að skrifa eitthvað aftur fljótlega ;)

mánudagur, júní 27, 2005

Komin heim í heiðardalinn...

Jæja, nú er ég loksins komin heim... Reyndar búin að vera heima í rúman mánuð núna en hef verið of busy (löt) að skrifa á þetta blessaða blogg. En það er svo sem ekkert alltof mikið að frétta.

Fór til Flórida um mánaðarmótin maí/júní og skemmti mér bara konunglega. Brann reyndar nokkuð mikið og var töluvert flögnuð á bakinu eftir tvo og hálfan tíma í 30+ stiga hita og sól. Reyndar fékk ég ekki meiri sól því strax á öðrum degi þá byrjaði að rigna. Annars var bara mjög gaman. Hitti fullt af fólki, fór í Disney World og lærði ýmislegt um háskólaíþróttir í BNA.

Síðan ég kom heim hef ég annars bara verið upptekin af þessu sama gamla: Fótbolta og vinnu. Er komin aftur í Haukana, sem og reyndar nokkrir aðrir ellismellir þannig að það gengur bara vel. Keppum við Þróttarana í kvöld þannig að það verður gaman að sjá hvernig það fer. Vinnan er hins vegar ný. Er hætt í BYKO eftir margra ára starf og byrjuð að vinna á Rjóðrinu, þar sem er hvíldarinnlögn fyrir langveik börn. En ég sé nú ekki eftir því að hafa hætt í BYKO því ég dýrka vinnuna mína núna: skemmtilegt starfsfólk og frábær börn.

En jæja... það er nú ekki mikið annað í fréttum.... er að fara í útilegu um helgina með Allý, Fríðu og fleiri þannig að það verður án efa mikið stuð... fyrsta djamm sumarsins... en vi ses...

þriðjudagur, maí 03, 2005

Hvað segir fólkið?

Jæja, fótboltatímabilið búið, ein vika eftir af skólanum, próf í næstu viku og svo flug heim á föstudaginn 13. (úps, vonum að það boði bara gott). En já, ég hef bara verið þónokkuð busy undanfarna daga að koma öllu á hreint til að ég geti komið heim. Þurfti að biðja nokkra kennara um meðmælabréf fyrir skólaumsóknir og svo var smá vesen með flórida ferðina. Deildin áttaði sig víst á því hversu dýrt það er að fljúga erlendis þannig að þeir ætluðu ekkert að borga en sem betur fer snérist þeim hugur þannig að ég fæ að fara í disney world ;)

Síðasta laugardag (þ.e.a.s. fyrir rúmri viku) þá fagnaði ég því all rækilega að vera loksins búin með mcat prófið. Minnið heldur slitrótt af því sem gerðist það kvöldið en alla vikuna voru mér tjáðar skondnar sögur af því sem ég hafði sagt og gert, talaði íslensku mest megnið af kvöldinu og gerði einhver ósköp...

Svo var annar fagnaður núna á laugardeginum þegar við spiluðum við gömlu leikmennina sem hafa útskrifað. Þær unnu 3-2, ótrúlegt en satt, en ég var lítið með vegna ökklameiðsla. Er rétt að komast í lag núna. En kvöldið var skemmtilegt, fórum öll í partí saman og svo á pöbbarölt, en þetta kvöld tók ég aðeins rólegra heldur en það fyrra. Var víst ekki alveg búin að jafna mig....

Annars er lítið að gera núna annað en að undirbúa sig fyrir lokaprófin. Þarf að taka 5 stykki en ég þarf að ákveða hvort ég taki þau öll á mánudag og þriðjudag til að geta komist í mollið í columbiu á miðvikudag og fimmtudag, eða að ég noti alla vikuna í prófatöku og rétt fari til columbia til að fara út að borða með nolyn og svo beint á flugvöllinn í kansas á föstudaginn... það er spurning... versla? eða taka próf? hmmm...

En jæja, ég þarf víst að fara að spjalla við coach núna. Við kusum fyrirliða fyrir næsta ár í gær (lauren cepicky og lauren davis urðu fyrir valinu) en í dag þar ég að tala við hann um hvernig mér fannst tímabilið ganga og soleis... voða spennó... Later...

mánudagur, apríl 18, 2005

Jú, ég er á lífi....

Ég veit, ég veit, ekki alveg búin að vera nógu dugleg við að skrifa inn á þetta blogg... allavega, hvað hef ég svo sem verið að gera undanfarnar vikur???? Látum okkur sjá...
-Vorfríið kom og fór. Var upp á spítala að fylgjast með skurðlæknum að verki sem var mjög áhugavert. Svo reyndi ég að læra eitthvað en það gekk víst upp og ofan. Annars keyrði ég rúma átta tíma vestur til einhvers smábæjar í Kansas til að fara í jarðaför með Nolyn og fjölskyldu hans. Ekki alveg beint það skemmtilegasta sem maður getur gert en það var samt gaman að hitta fjölskyldu hans og svoleiðis. Sá líka stærsta hnykil í heimi!!! ábyggilega 2m á hæð og breidd. en annars var ekkert neitt voðalegt spennandi þar að sjá. Mikið af ökrum og bóndabæjum og bærinn lítill (ég er að meina PÍNKULÍTILL!!!) og lítið að gera þar annað en að skoða olíupumpurnar og rykhnyklana á vegunum. Alvöru kántrý bær sem sagt ;) Sá líka þónokkra kúreka, með hatta og stígvél, og risa beltissylgjur og allar græjur og svo náttla munntóbakið. Dáldið spes. Svo líka nokkuð skondið að hótelið þar sem við gistum á (sem var eina hótelið í bænum) var bæði með bílastæði og staura til að binda hestana við ef svo vildi til að við kæmum ríðandi í bæinn.
-Seinna í vorfríinu fór ég til Columbia til að versla smá. Fann hitt og þetta og tókst að eyða smá peningi náttla og fékk svo að keyra trukkinn hans Nolyn í bæinn því að loksins druslaðist ég til þess að taka bílprófið hérna og fá ökuskírteini. Stóðst það náttla með glæsibrag þannig að núna á ég tvö ökuskírteini! Eitt fyrir USA og eitt fyrir klakann.
-Svo byrjaði skólinn aftur á mánudeginum. Allt of snemma eftir einungis viku frí þannig að maður þurfti að fara að gera eitthvað að viti aftur. Fótboltinn fór í gang loksins en það rigndi svo mikið fyrstu vikuna að það var ekkert hægt að æfa upp á velli... sem sagt bara sprettir á malbikinu í boði. Mitt uppáhald!
-Svo komu páskarnir. Fékk pakka frá mömmu og pabba og í honum var allt mitt uppáhalds góðgæti að heiman auk þess að fá líka eitt stykki páskaegg. Pabbi var víst ekki alveg sáttur með hvað það var mikið vesen að senda þetta þannig að kanski ég fái ekkert páskaegg næst en vonandi get ég talað um fyrir honum... það eru ekki alvöru páskar án páskaeggs. Annars fór ég í kirkju með Nolyn. Hef ekki gert það síðan ég var krakki og fór í sunnudagsskólann en það var ágætt... dáldið öðruvísi. Og svo fórum við út að borða! Á páskadag! Allar verslanir opnar hérna og engin svona familíu stemning eins og heima.
-En jæja, páskafríið stóð stutt, einungis 3ja daga helgi þannig að skólinn fór aftur í gang. Loksins hætti að rigna og sólin fór að skína þannig að við gátum byrjað að æfa aftur sem var bara nokkuð gaman. Erum búnar að spila nokkra leiki núna og ganga alveg ágætlega. Spilum tvo leiki á morgun í Iowa en svo er bara alumni leikurinn eftir næsta laugardag þegar við spilum við allar gömlu kellurnar. Tökum þær nú bara í nefið.
-Tók MCAT prófið síðasta laugardag. Það var nú ansi strembið, stanslaust frá átta um morguninn til kl. fimm um daginn, en við bara vonum það besta. Hafði því lítið annað gert en að læra síðustu vikurnar en núna er eins og ég geti barasta ekki fengið sjálfa mig til að opna bækurnar. Ligg bara í leti þrátt fyrir að eiga að skila inn 10-15 bls rannsóknarverkefni á mánudaginn og halda svo 20 mín fyrirlestur um það, og svo náttla 5 bls spænsku ritgerð um ljóðagerð... ekki alveg nógu gott, ég verð víst að fara að koma mér að verki einhvern tímann.
-Svo eru náttla smá gleðitíðindi: ég var valin til þess að fara á leiðtoga ráðstefnu í Flórida núna í byrjun Júní á vegum skólans. Þarna verður einn íþróttamaður úr öllum háskólunum í landinu og við eigum eitthvað að ræða saman og gera eitthvað merkilegt. En allavega, þá hlakka ég bara til. Ég verð komin heim 14. maí fyrir ferminguna hennar Sigrúnar en svo flýgur deildin mig aftur út til að mæta á þessa ráðstefnu. Nokkuð gott ekki satt... ;)
-Hvað fleira get ég svo sagt ykkur...... er komin með vinnu fyrir sumarið, verð að vinna á Rjóðrinu í Kópavoginum.... er að pæla í að fara aftur í Haukana, þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á... tognaði á ökkla í fyrradag en vona að ég geti verið með í leikjunum á morgun... einungis tvær vikur eftir af skólanum (plús ein vika af prófum).... Fer til Englands í fótboltaferð í sumar.... Hlakka til að koma heim!!!
Hasta luego...

mánudagur, mars 07, 2005


Erum við ekki sæt! Sigrún var að æfa sig á scannernum þannig að hún sendi mér þessa mynd (hún er þessi litla í fanginu á pabba!) Posted by Hello

Enginn titill...

Ég lifði algjöru letilífi um helgina! Gerði varla neitt af því sem ég ætlaði mér þannig að ég verð víst að taka á því þessa vikuna en svo er spring break í næstu viku þannig að þá fær maður smá frí. Nolyn kallinn var hálf slappur þannig að það var ekki farið á djammið á laugardeginum. Í staðinn fórum við í Taboo ásamt Stokes og Rachel... það kom víst í ljós að það er víst ekki alveg eins að spila þennan leik á ensku og á íslensku þannig að ég tapaði öllum leikjunum þrátt fyrir að skipt væri um félaga í hvert skipti. En jæja, það verður bara að hafa það... Í gær var svo bara hangið yfir sjónvarpinu í fleiri tíma, horfði á næstum alla aðra seríuna af Friends en svo loksins tókst mér að drífa mig að fara að gera eitthvað af viti þegar klukkan var að verða fimm!! Ekki seinna vænna því ég er að fara í eðlisfræðipróf á morgun og svo annað próf á fimmtudaginn.

Annars var alveg frábært veður núna um helgina... það hafði verið frost og læti en núna loksins kom eitthvað almennilegt vor veður þannig að vonandi rætist eitthvað úr þessu. Hitinn komst yfir 15 gráðurnar og sól og blíða en það á víst að rigna eitthvað fljótlega þannig að við sjáum bara til hversu lengi þetta veður helst. Ekkert meira að frétta annars... er að fara í tíma núna eftir smástund þannig að ég verð að þjóta... bless í bili!!!

laugardagur, mars 05, 2005

Vá!

Er maður þreyttur eða hvað!!! Við vöknuðum í morgun til að fara yfir til Bens að þrífa húsið hans eftir partýið í gær. Það var allt í messi!!! gólfið klístrað, drasl í teppinu og áfengi og nokkrar ælur út um allt! Algjör vibbi sem sagt. En partýið gekk mjög vel. Við vorum allar uppástrílaðar, (set nokkrar skrautlegar myndir inn fljótlega) í háum hælum, netasokkum, og síðri karlmannsskyrtu og með kanínueyru... =play boy kanínur. Svo voru flestir strákarnir klæddir í eitthvað líka. Við vorum búnar að versla áfengi fyrir 300 dollara, sem er ansi mikið hérna miðað við að maður kaupir líter af vodka fyrir 10, og búnar að búa til fleiri hundruð jello-skot, og vorum með jungle juice í stórum kælum. Þrátt fyrir það þá þurftum við að kaupa meira áfengi allavega þrisvar í viðbót því altaf kom meira og meira fólk í partýið. Við stóðum í ströngu við hurðina og rukkuðum fólk fimm dollara fyrir að koma inn, vorum með stóra og stæðilega stráka við hliðina á okkur til að halda fólki frá sem var með eitthvað vesen þannig að allt gekk bara mjög vel. Svo vorum við með ýmiss konar uppákomur til að fá fólk til að borga meira, body-shots, blautbolakeppni, og margt fleira. Allt gekk sem sagt mjög vel og við græddum meira en 700 dollara, þannig að við höldum líklega annað partý seinna í vor. Allavega, þá var ég orðin svo þreytt í fótunum á því að vera á háum hælum svona lengi að það lá við að nolyn hafi þurft að bera mig heim. En jæja, ég ætla að fara að gera eitthvað af viti, annað hvort að sofa eða borða... later

þriðjudagur, mars 01, 2005

Drama, drama, drama!!!

Þetta eru nú meiri dramadrottningarnar hérna. Það er fundur í dag vegna fjáröflunar fyrir englandsferðina. Ætlum að halda Pimps&Hoes partí á föstudaginn en allt er í uppnámi núna vegna þess að sumum finnst að það eigi ekki að vera haldið hjá rúbbí-strákunum eins og planað var. Allt liðið var eiginlega á því að við ættum að halda það hjá öðrum strák, Benninger, vegna þess að það hús er miklu þægilegra að umgangast og fleira fólk myndi koma vegna þess að hann er betur liðinn innan skólans. Sem sagt, í gær ákváðum við að ÉG skildi hringja í Hawks, sem var búin að plana þetta allt saman, og tékka á því hvað henni fyndist. Við vorum búnar undir það að hún yrði ekkert allt of sátt því hún er dáldið spes, en vá... Manneskjan snappaði gjörsamlega og ég þakka bara fyrir að samtalið fór fram í gegnum símann því hefði hún náð til mín þá hefði hún rifið mig í tætlur. Allavega, þá endaði það á því að ég sagði henni að við skildum bara funda um það á morgun (dag) með öllu liðinu og leyfa þeim að kjósa. Hún hins vegar hótaði öllu illu og sagði að hún myndi ekki láta neitt af því sem hún væri búin að vinna í af hendi (eins og peningakassa, auglýsingar, ker fyrir áfengi o.fl.) ef staðsetningunni væri breytt, þannig að þá verðum við bara að gera þetta allt sjálfar og hún vilji ekkert með þetta hafa... Sem sagt, það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer á fundinum á eftir. Ekkert meira í gangi annars, frí á æfingu í dag því það er svo vont veður, snjór og frost og læti, að við eigum bara að hlaupa sjálfar í Rec-inu. Ætla að reyna að læra eitthvað núna, þarf að lesa 5 kafla í líffræði fyrir kl. 6, efast um að ég nái að klára það en það verður þá bara að hafa það.... Later

laugardagur, febrúar 26, 2005

Helgin komin

Jæja, var að koma heim, er alveg uppgefin. Tók þetta mcat prufu-próf, fór kl. 9 í morgun og var að koma heim núna kl 16:30!!! Ekkert smá erfitt líka, ég held að ég hafi giskað á svona helminginn... svo þyrfti ég helst að skella mér í þvottahúsið hérna við hliðina að þvo þvott... ekki alveg að nenna því samt, sé bara til... Annars er ekkert sérstakt í gangi, fór á Constantine í bíó í gær. Vissi ekkert um þessa mynd nema að Keanu Reeves léki í henni þannig að ég bjóst ekki við miklu. En djí, mér brá svo oft og ég var svo hrædd að ég gat ekki horft á myndina nema að vera með hendurnar fyrir andlitinu, halda fyrir eyrun og rétt svo gægjast í gegnum fingurna til að sjá hvað væri að gerast... mæli ekki með henni fyrir hjartveika en annars var hún ágæt, smá exorcist fílingur í henni en samt allt í lagi.

Var að tala við Molly niðri, fékk að heyra allt dramað sem gerðist í gærkvöldi. Við höfum grun um að Rachel hafi farið í bað í öllum fötunum því í morgun voru öll fötin hennar rennandi blaut um alla íbúð og baðkarið fullt. Hún hins vegar man ekki eftir neinu. Hún og Lauren voru víst all skrautlegar í gær. Í kvöld er svo stefnan að ef að maður safnar saman einhverri orku þá kanski kíki maður á djammið... geymi bara lærdóminn þangað til á morgun því ég hef fengið alveg nóg af því í dag.... Og svo má ekki gleyma því að stærsta partý ársins verður á föstudaginn, Pimps and Hoes þemapartý sem við stelpurnar ætlum að halda heima hjá nokkrum strákum. Allir sem mæta uppástrílaðir fá spes díl á áfengi en hinir fá ekki neitt, sem sagt, í staðinn fyrir að selja rækjur og túlípana þá djömmum við bara fyrir ferðinni til Englands. Allavega, þetta er nóg í bili...

fimmtudagur, febrúar 24, 2005


Svona var Lily þegar hún var lítil :( Posted by Hello

Snjór!!!

Það snjóaði í morgun!!! ég sem hélt að vorið væri að koma. Það allavega hætti fljótlega, og hitinn rétt farinn að slefa yfir frostmark. Annars gerðist smá slys hér um daginn. Ekið var á hundinn hennar Söru, stóran labrador hund sem hét Lily, þannig að hún dó. Allir ferlega miður sín, sérstaklega Sara náttla sem sá þetta allt saman gerast, en kellingarbeyglan sem ók á Lily keyrði bara í burtu eins og ekkert hefði í skorist. Eins og maður taki ekki eftir því þegar maður keyri á svona stórt dýr... ég skil svona pakk ekki...

Ekkert sérstakt í gangi svo sem, er búin í skólanum í augnablikinu, eða þar til kl 6 þegar mcat tíminn byrjar, og ég verð þar til kl 9. Svo er líka þrekæfing seinna í dag kl 4:30. Ég vona að coach viti að við erum allar helvíti aumar og með miklar harðsperrur eftir gærdaginn... efa það samt... En jæja, ég verð að fara að læra, er að fara í fyrsta mcat-prufuprófið á laugardaginn... átta tíma helvíti!!! Þá á að koma í ljós hversu mikið maður veit :( Vona það besta bara.... Later

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Nafnlaust...

Ég veit aldrei hvað ég á að skíra þessar færslur... ekki nógu frumleg í þessum nafnagjöfum. En jæja, ég þóttist voða dugleg í gær. Var að læra inn á bókasafni allan daginn þar til ég fór að lyfta með liðinu... er orðin svakalega sterk núna, massinn alveg gífurlegur. Svo bauð Molly í mat, chicken enchiladas, eitthvað voða gott.

Eftir matinn fór ég síðan með Nolyn í Thomson Center, til að hlaupa smá. Prófaði síðan að boxa smá. Það var bara ferlega gaman, ótrúlega erfitt samt að gera þetta rétt, Nolyn þóttist eitthvað vera að kenna mér. Svo var bara slakað á í heitapottinum í smá stund. Annars ekki mikið í gangi... þrekæfing í kvöld og svo mcat tími frá 18-21... sem sagt langur dagur framundan... later

sunnudagur, febrúar 20, 2005

og bæ ðe vei

gleymdi að segja frá því að það er annar körfuboltaleikur á fimmtudaginn gegn liði sem A-liðið tapaði fyrir. Það verður gaman að sjá hvernig það fer. Og svo það nýjasta hér, tjekkið á www.thefacebook.com allir eru alveg að týna sér í þessu... það verður að safna saman fólki til að koma Íslandi í þetta. Þetta er algjörlega tilgangslaust svo sem nema til þess að monta sig af því hversu marga vini maður á :) Og svo jú... 10. L og 10. K eru víst að fara að halda rejúíon núna í mars... það hefði verið gaman að kíkja á liðið en ég bið bara að heilsa öllum!!

jamm....

Er ansi þreytt í augnablikinu. Var að koma af æfingu þannig að ég sit sveitt við tölvuna, glorsoltin, en ég get varla hreyft mig til að koma mér fram í eldhús að borða. Önnur vika að byrja strax eftir stutta helgi. Ekki mikið gert í vikunni annars, fór í tvö próf og skilaði einni ritgerð þannig að valentínusardagurinn var bara tekinn rólega. Svo var annars frí í skólanum á miðv.deginum þannig að það var ágætt.Fór á glímumót um daginn, töpuðum 23-6 sem var ansi lélegt en það er víst ekkert við því að gera. Djammaði ekkert á föstudeginum, var veik heima með kvef og vesen, en tók það allt bara út í gær. Flest allar stelpurnar voru saman komnar á Patterson's vegna þess að ein stelpan sem útskrifaðist síðasta vor var að koma aftur í bæinn til að heimsækja kærastann sinn. Hún vissi bara ekki að hann var að fara að biðja hennar... þannig að allt voða rómó og soleis, og þau bara að fara að gifta sig. En jæja, ekki meira í bili, ætla að fara að fá mér eitthvað að éta... later

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Langt síðan síðast!!!

Já, ég veit... þarf að skrifa meira... það er loksins að ég drífi mig í þessu! Það hefur nú ekkert voða merkilegt gerst hérna undanfarna daga (vikur!) Nema hvað að við héldum uppskeruhátíð liðsins um daginn. Ferlega gaman allt saman. Allir lágu í krampakasti á meðan horft var á myndbandið sem við bjuggum til þar sem við gerðum grín að stelpunum sem eru að útskrifast núna í vor og grófum upp öll myrku leyndarmálin þeirra. Svo fengu þær náttla að hefna sín þegar þær sýndu þeirra verk og gerðu grín að okkur. Eftir allt þetta, eða um kl. 16 var farið heim til Sonds og byrjað að drekka, og svo var djammað allt kvöldið.

Hið sama var gert síðasta laugardag, það er að segja að þrátt fyrir að ég hafi ætlað mér að voða dugleg og læra heima og allt svoleiðis, þá tókst mér einhvernveginn að horfa á sjónvarpið í ca. 20 tíma og djamma öll kvöld. Ekki alveg nógu gott, ég verð að fara að gera eitthvað í þessari leti. Ég laga þetta næstu helgi ;) Svo var líka Superbowl á sunnudeginum. New England Patriots unnu, ekki að það skipti mig einhverju máli, ég nennti ekki einu sinni að horfa á leikinn. Horfði bara á Paul McCartney spila í hálfleik.

Bið byrjuðum að æfa aftur í síðustu viku. 3x að lyfta, og 2x þrek, plús fótbolti einu sinni í viku á eigin vegum (þjálfarinn má víst ekki vera með okkur í jan-feb ef við æfum með bolta), þannig að það er allt brjálað að gera. Manneskjan ekki í neinu formi og er eitthvað að rembast við að laga það.

Svo var líka körfuboltamót að byrja þar sem hópar búa bara til lið og spila saman. Við vorum með tvö lið, A (þær sem kunna eitthvað í körfu) og svo B (restin af liðinu). Stelpurnar vildu endilega að ég skráði mig í þetta því þær vantaði mannskap þannig að ég sló til... Hefði átt að vita betur því ég er vægast sagt hörmuleg í körfubolta. Við kepptum á mánudeginum okkar fyrsta leik gegn AGD, sem er eitt sororitíið hér á kampusnum. Við héldum að við værum því að fara að keppa á móti einhverjum barbídúkkum og að við myndum kanski merja sigur, en nei!!! Gellurnar voru svona tæpir 1.90 á hæð, um hundrað kílóin, og höfðu greinilega æft körfubolta áður, voru með alls konar krefi og læti. Á meðan þá var ég stærst í liðinu mínu og flestar um 1.50. En jæja, við spiluðum leikinn og byrjuðum ágætlega, skoruðum fyrstu körfuna meira að segja, en lengra gekk það ekki. Leikurinn var flautaður af þegar tvær mínútur voru eftir og staðan 3-33, en það má víst ekki vinna með meira en 30 stiga mun. Við fengum þó plús fyrir að kunna að skemmta áhorfendunum sem hæfileikalausasta lið keppninnar og reyna að tækla og hrinda mótherjunum þegar við náðum ekki boltanum. Ég vona bara að næsti leikur gangi betur!

Annars er búið að ákveða það að liðið fari til Englands í sumar, London og Chester nánar tiltekið. Þetta á að vera einhverskonar æfingaferð sem undirbúningur fyrir æfingatímabilið í haust, þannig að það verður bara spennó. Við eigum að funda um það hvernig við ætlum að safna fé fyrir ferðina en ég held að klósettpappír og lakkrís komi ekki til greina þannig að ég veit varla hverju ég á að stinga upp á.

Jæja, ég held þetta sé nú orðið hæfilega langt og tími til kominn að hætta þessu. Kanski ég reyni að skrifa aftur fyrir páska!

fimmtudagur, janúar 20, 2005


The Blue Man Group - Ég mæli eindregið með þeim!!!  Posted by Hello

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Enn ein önnin byrjuð!!!

Jæja, skólinn bara byrjaður aftur eftir allt of stutt jólafrí! Þetta er ekki alveg nógu gott. Þetta var nú annars bara alveg frábært jólafrí, altaf gaman að hitta familíuna aftur og djamma með vinunum o.s.frv. Svo var 21 árs afmælinu náttla fagnað um helgina þegar ég og Nolyn fórum til Chicago. Loksins er ég orðin lögleg að drekka hérna í Ameríkunni, stelpan orðin háöldruð og það fer að styttast í ellilífeyrinn... nei vá, maður er nú kanski ekki alveg svona gamall en samt, ferlega halló að maður þurfi að vera 21 til að drekka og fara inn á skemmtistaði hérna.

En allavega, svo ég byrji nú á því að segja frá Chicago ferðinn (sem var frábær, bæ ðe vei). Við vöknuðum snemma á föstudeginum til að gera okkur reddí, vorum búin að smyrja nesti og allt saman kvöldið áður þannig að það ekki mikið sem var eftir. Samt auðvitað, týpískt við, þá vorum við á síðasta snúningi því við höfðum gleymt því að við þurftum að fara í bankann og soleis snatt. Allavega, þá brunuðum við upp á lestarstöðina sem er svona korter fyrir utan bæinn, og þar sem hvorugt okkar hafði farið í lest áður þá tókst okkur að villast smávegis en á endanum hafðist það og við vorum kominn á lestarstöðina 2 mín fyrir brottför. Og nema hvað, lestin var 45 mín of sein þannig að við þurftum að bíða heillengi. Á lestarstöðinni var fleira fólk að bíða, og þeirra á meðal voru tvær eða þrjár Amish fjölskyldur. Þið kannist kanski við svona fólk úr bíómyndum en það notar engar nútímavörur og þægindi eins og rafmagn, hita, bíla, verslanir, og þess háttar og þau aka um á hestvögnum. Það er víst þónokkuð mikið af amish fólki hérna á þessu svæði þannig að maður sér þau af og til. Þau voru öll klædd í svona blá heimasaumuð föt, stelpurnar í pilsum með svuntur og slæður (líka ein sem var svona 2ja ára) og karlarnir í alveg eins bláum buxum og skyrtum og með hatta og sítt skegg. Ferlega skrítið. Það versta var samt að þetta var nú ekki stór biðsalur þannig að við sátum nokkuð þétt saman og Amish liðið fyllti svona helminginn með krakkana hlaupandi um allt, og þau lyktuðu alveg hræðilega! Ég held ég hafi sjaldan hitt annan eins hóp af illalyktandi fólki! Kanski engin furða því ég efast um að þau fari í bað oftar ein einu sinni í viku. En jæja, það var ekkert við því að gera og sem betur fer þá kom lestin loksins og við sátum hvergi nærri þeim.

Eftir tæplega 6 tíma í lestinni og nokkur vodka-í-sprite glös þá fórum við á sýningu sem hét The Blue Man Group. Frábær sýning!!! Það er dáldið erfitt að útskýra þessa sýningu en í stuttu máli þá eru þetta þrír menn sem eru allir blá málaðir. Þeir spila á hljóðfæri sem þeir búa til úr rörum og öðru drasli og mikill partur af sýningunni gengur út á hljóðin sem þeir búa til, en þeir tala ekkert þannig að það er mikið um látbragð og soleis. Þeir líta eiginlega bara út eins og geimverur, alveg bláir og svo glansandi og þeir sýna engin svipbrigði þegar þeir labba svo um salinn og beinlínis stara áþig. Þeir gerðu það við mig eitt skiptið, komu allir þrír alveg að manni og bara stara. Ég vissi náttla ekkert hvað ég átti að gera og vildi helst bara hverfa. Svo sem betur fer þá þurfti ég ekki að fara upp á svið með þeim en næstu stelpu fyrir aftan mig tóku þeir og létu gera ýmis trikk með sér. Allavega þá var þetta bara frábær sýning og ferlega fyndin!

Eftir sýninguna fórum við á einhvern píanóbar, sem var ekkert alveg að gera sig, ekki fyrir mig í það minnsta. Bara hellingur af einhverju plebbaliði sem var komið yfir þrítugt eða fertugt, þannig að við fórum þaðan fljótt. Löbbuðum síðan á einhvern dans klúbbinn og djömmuðum þar í smástund. Annars skemmdi það dáldið fyrir kvöldinu að það var svo kalt úti að við vorum frosin eftir 5 mínútna göngu frá barnum á klúbbinn þannig að það rann fljótt af manni. Ég heild að það hafi verið rúmlega -15°C frost og vindur. Þannig að við lögðum ekki í það að labba á hótelið, þrátt fyrir að það hafi verið á sömu götu (kanski 10 mín í burtu) þannig að við tóku leigubíl til baka. Og umferðin þarna er nú alveg spes. Við vorum þarna niðrí miðbænum við Michigan Avenue þar sem aðalbúðirnar og allt er þannig að flestar göturnar voru einstefnugötur. Nema hvað að það var erfitt að greina hversu margar akreinar voru því bílarnir voru allir sikksakkandi út um allt, sér í lagi leigubílarnir. Akandi bara eins og þeir væru einir í heiminum. Svo í eitt skiptið þegar við vorum í taxanum þá var eins og einhver ætlaði að svína fyrir okkur þanni að minn maður bara leggst á flautuna, hægir á sér og rúllar niður rúðunni og gargar og gaular á hinn bílstjórann og hótar öllu illu. Ég hefði ábyggilega gert á mig af hræðslu ef þetta hefði verið ég í hinum bílnum því bílstjórinn var stór og stæðilegur og svartur og greinilega úr gettóinu. Þannig að við Nolyn sitjum bara aftur í og þorum ekki að segja neitt af ótta við að hann snúi okkur úr hálsliðunum.

Laugardaginn byrjuðum við svona sæmilega snemma, þrátt fyrir smá þynnku og byrjuðum á því að fara í Sears Tower. Hæstu bygginguna í Chicago. Við fórum upp á 99. hæð (var verið að laga hæð 103 þannig við komumst ekki þangað). Samt alveg frábært útsýni og maður sá út um allt. Tók ekki nema svona 15 til 20 sekúndur að ferðast alla þessa leið í lyftunni!!! Eftir það fórum við í Shedd Aqarium sem var líka mjög gaman. Fór á svona höfrunga sýningu og svo skoðuðum við okkur bara um safnið, fullt af alls konar furðufiskum. Við borðuðum á einhverjum frægum chicago pizzustað, en þau eru víst fræg fyrir svona deep-dish pizzur. Þær voru alveg ágætar. Eftir allt túrista flakkið þá fórum við aftur á hótelið og svo um kvöldið fórum við á einhvern veitingastað sem var eins og hann væri frá sjöunda áratugnum. Plús það að allir þjónarnir voru með ákveðin hlutverk eins og t.d. okkar var Frenchy úr Grease og talaði alveg ferlega hallærislega og var með kisugleraugu, og svo var annar sem var altaf reiður og gargaði á kúnnana. Þetta var allavega ferlega fyndið. Eftir það fórum við á annan bar sem var bara mjög skemmtilegur þannig að við vorum þar eitthvað frameftir kvöldi.

Við höfðum ákveðið að við ætluðum að fara versla á sunnudeginum áður en við færum heim, þannig að við lögðum í hann rétt fyrir hádegi. Um leið og við stigum út úr hótelinu vissi ég að það yrði lítið verslað því það var svo kalt og hvasst að það var ekkert smá. Ég var ábyggilega í sautján lögum að ofan og svo í gallabuxum að neðan sem voru gegnfrosnar þegar göngutúrnum lauk. Við stukkum alltaf inn í búðir með stuttu millibili til að hlýja okkur en mér var svo kalt að ég gat ekki hugsað mér að fara að máta eitthvað. Þannig að þrátt fyrir að hafa labbað um u.þ.b. helminginn af Michigan Avenue (sem er sirka 100 sinnum stærri en laugarvegurinn) þá keypti ég bara einn bol!! Frostið var komið í mínus á Farenheit þannig að það var ábyggilega -20 á celcius... allavega þá hefur mér aldrei verið svona kalt, og þó er mér altaf kalt!

En jæja, ferðin heppnaðist bara vel, og við komumst í lestina heim á réttum tíma. Reyndar þurftum við að hlaupa ansi hart til þess að komast ÚR lestinni á réttum stað því við heyrðum ekki þegar kallað var að við værum komin til Kirksville. Hefðum annars lent í ansi miklu vandræðu því endastöð lestarinnar var í L.A. sem er svona 20 tíma akstur héðan.

Þegar heim var komið þá voru flestar stelpurnar komnar heim þannig að við djömmuðum smá með strákunum á sunnudagskvöldinu. Í gær var svo bara slakað á, tók smá til í herberginu mínu og svoleiðis. Skólinn byrjaði svo í dag með músík tíma (ekki spyrja mig afhverju ég sé að taka þennan tíma) og svo eðlisfræði. Var samt ekkert alltof sátt því venjulega þá fær maður að sleppa fyrr úr tímunum svona á fyrsta degin en báðir kennararnir ákváðu að byrja bara strax að kenna! Svo er fundur á eftir í fótboltanum þar sem ákveðið verður hvernig vorið eigi að vera. Kanski verður líka farið til Englands í sumar áður en tímabilið hefst. En jæja, þetta er nú komið gott! Adios