föstudagur, október 31, 2003

Loksins, loksins... vikan liðin og helgarfríið komið. Var í­ sálfæðiprófi í­ dag sem gekk bara sæmilega, ekki sakaði að kennarinn var klæddur upp eins og trúður sökum þess að í­ dag er Halloween og nokkuð margir nemendur brugðu einnig út af vananum og klæddu sig upp í­ tilefni dagsins... sumir samt einum of ákafir eins og fimmtugi kennarinn sem ég mætti á gangi einnar byggingarinnar, klæddum eins og súperman, í­ níðþröngum samfestingi með skykkju! ekki fögur sjón sem sagt... annars er maður dáldið sár þessa dagana þar sem að hnéið er ennþá í­ hakki eftir að ég tognaði á öðru krossbandinum fyrir um það bil tveimur vikum... hef voða lítið getað æft þessa vikuna og hef þurft að vera með spelku nánast allan sólarhringinn, þannig að ég sit heima þessa helgina með sárt ennið á meðan stelpurnar fara og spila við Central Missouri State og Northwest Missouri... Vonandi verður maður kominn í­ lag fyrir næstu helgi, en þá er síðasti leikurinn af venjulega tí­mabilinu, svo bara úrslitin eftir.
Dagskráin fyrir helgina er því­ heldur lausskipuð, AKL er með Haunted House svo maður kí­kir kanski á það og svo verða ábyggilega einhver partý sem maður getur svo sem kí­kt í­... við sjáum bara til, ég finn mér eitthvað að gera... svo er náttla Rugby leikur þar sem að Laneé (herbergisfélagi minn frá því­ í­ fyrra vor) er að fara að keppa þannig að kanski maður skelli sér bara þangað... alla vega, ég er að pæla í að fara að fá mér smá blund svona áður en kvöldmaturinn kemur...

fimmtudagur, október 30, 2003

Úff... fimmtudagar eru alltof langir... byrja kl 7:30 í líffræði tilraunatíma sem stendur yfir í 3 klst, svo beint í stærðfræði og svo strax í efnafræði tilraunatíma, svo að ég er ekki búin fyrr en kl 2:30 og svo er æfing kl 3:30... í dag vaknaði ég aðeins of seint þannig að ég mætti ekki fyrr en klukkan að verða 8 (úps)... en ég ákvað samt að mæta ekki í stærðfræði til að fá smá breik og til að geta borðað eitthvað...
Amma Dísa hringdi í morgun kl 6... sú gamla ekki alveg að átta sig á tímamismuninum en samt altaf gaman að heyra frá henni, konan bara þotin til Víetnam og afi að fara til Hveragerðis. Óska þeim báðum bara góðrar ferðar... en jæja, verð að fara að hætta í bili... efnafræðin kallar!

miðvikudagur, október 22, 2003

Jæja, loksins komið að því... eftir nokkrar góðfúslegar ábendingar ákvað ég að nú væri kominn tími til að fá sér blogg... vonandi að maður gleymi nú bara ekki að skrifa af og til ;)