sunnudagur, nóvember 30, 2003

Úps, dáldið langt síðan ég skrifaði síðast... Allavega, frábær vika liðin! Eins og í fyrra þá fór ég heim með Moe, herbergisfélaga mínum, til Chicago yfir þakkargjörðahátíðina. Það var langur akstu frá Kirksville til Chicago sem byrjaði um 10 leytið á þriðjudagsmorgninum þar sem ekið var norður til Iowa City, svo yfir Missisippi ána í Illinoi og norður til Chicago, allt í allt þá tók þetta okkur 6 tíma!! Þá um kvöldið var svo farið á körfuboltaleik hjá UIC með Moe og vinum hennar, en okkar menn unnu að sjálfsögðu. Höllin var alveg troðfull af trylltum áhorfendum og klappstýrur, bæði stelpur og strákar, stóðu fyrir skemmtunum í hléunum. Voða stemning semsagt bara.
Miðvikudagurinn var nokkuð rólegur bara. Við hjálpuðum mömmunni að elda og taka til og þess háttar, en um kvöldið fórum við svo í partý með Steve, eldri bróður Moe. Það var ferlega gaman en við vorum dáldið þreytt þegar við komum heim til hennar morguninn eftir. Þá tók við lokaundirbúingurinn fyrir kvöldmatinn því það var von á allri fjölskyldunni í mat. Maturinn var frábær og það var gaman að hitta allt fólkið og vera í kringum fjölskyldu á ný... samt sárt að vera ekki heima á Smyrlahrauninu.

Föstudagurinn var byrjaður snemma og stefnan strax tekin á "mollið". Þar vorum við megnið af deginum en stuttu eftir að við komum heim fórum við í dýragarðinn. Það var bara nokkuð gaman meira að segja. Langt síðan maður hefur séð ljón og nashyrninga og þess háttar dýr en svo var garðurinn líka sérlega fallegur því þetta var svona ljósa-athöfn líka þar sem kveikt var á öllum jólaljósunum. Eftir dýragarðinn var farið í bíó. Við vorum löngu búnar að ákveða að við ætluðum að sjá Gothica með Halle Berry og því var skellt sér á hana. En vá!!! ég hélt ég ætlaði að gera á mig af hræðslu! Alla myndina sat ég með hendurnar fyrir andlitinu og hnéin upp að höku. Ég hugsa mig tvisvar um áður en ég sé þessa mynd aftur.

Laugardagurinn var svo alveg frábær. Moe, TJ (kærasti hennar) og Kelsey (vinkona hennar) sýndu mér miðborgina. Við löbbuðum um Michigan Avenue og skoðuðum allrr frægu byggingarnar og verslanirnar... Tiffany's, Polo Ralph Lauren höllina, the Sears Tower, Water Tower Place osfrv. osfrv.... ferlega skemmtilegt bara og svo var lí­ka verslað smávegis í­ H & M. Búðin var glæný og á þremur hæðum! Á sunnudag var síðan haldið til baka til Kirksille... Þessi sex tíma akstur var ekkert allt of skemmtilegur en vel þess virði engu að síður.

Við stelpurnar vorum líka á fundi áðan með fólkinu sem við komum til með að leigja frá næsta haust. Ef allt fer eins og stefnir þá ætla þau að byggja nýtt hús með tveimur 3ja herbergja íbúðum, alveg við kampusinn, fyrir okkur. Vonandi verður skrifað undir samning fyrir áramót þannig að sllt sé 100%. Ég myndi þá væntanlega búa í annarri íbúðinni ásamt Moe og Addie, og í hinni yrðu þá Rachel, Molly og Meghan sem eru allar (nema Meghan) að æfa með mér í fótboltanum. Þetta verður þá væntanlega staðurinn fyrir öll fótboltapartýin á næsta ári ;)

Framundan er núna tvær ansi strembnar vikur... Þrjú próf í þessari viku og svo lokaprófin í þeirri næstu, en svo er ég komin heim!!! Legg í 'ann snemma á laugardagsmorgninum og verð lent á klakanum á sunnudags morgninum. Get varla beðið!!! en jæja, best að fara að gera eitthvað af viti núna, þetta er orðið allt of langt...

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Jæja, þetta er víst búið núna, töpuðum 3-1 fyrir UNO! Svakalega sárt að tapa svona en það þýðir víst lítið að svekkja sig á þessu. En við erum núna bara komnar í frí þar til eftir áramót en við eigum samt að reyna að halda okkur í þokkalegu formi og lyfta reglulega... sjáum bara til hvort maður reyni ekki að gera eitthvað af viti.

Annars var helgin alls ekki slæm eftir að við vorum búnar að jafna okkur. Við ákváðum allar að hittast heima hjá Sonds, Ellen og Söru kl 10 á laugardagsmorgninum og fá okkur nokkra drykki og fara svo saman á leik strákanna kl 1. Coach varaði okkur við því að gera eitthvað alltof heimskulegt og hét því að láta okkur gera þrekæfingar í viku, en við héldum okkur á mottunni, rétt svo, og skemmtum okkur bara nokkuð vel. Eftir leikinn, sem strákarnir unnu 5-2, var farið heim og blundað smávegis, en svo hittumst við aftur um 6 leytið, fórum síðan á körfuboltaleik, og svo aftur til Sonds, þar sem haldið var áfram að djamma. Seinna um kvöldið hittum við síðan strákana og fórum í frat-partýin. Fór síðan heim um fjögur-leytið eftir nokkuð góðan dag bara.

Sunnudagurinn var hinsvegar ekki jafn góður. Vaknaði um hádegið og fór að borða, en svo aftur að sofa. Vaknaði ekki fyrr en kl. 5 og fór þá loksins á fætur til að læra fyrir efnafræðiprófið sem ég fór í á mánudeginum. Gærdagurinn leið eins og venjulega bara, fyrir utan það að það var engin æfing þannig að mér leið eins og ég hefði svakalega mikinn tíma til að gera ekki neitt.

Annars er Thanksgiving alveg að koma! Fríið byrjar á miðvikudaginn eftir viku og er fram á sunnudaginn þar eftir. Moe bauð mér að fara með henni heim til Chicago, en ég fór þangað líka í fyrra og þótti bara mjög gaman svo ég ákvað að þyggja boðið. Planið er að skoða borgina, borða kalkún, og versla. Hlakka svakalega til því það verður gott að fá smá frí frá skólanum.

Later...

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Helvítis svekkelsi í gangi þessa dagana því við lentum í 3. sæti í riðlinum! já ég lýg ekki! 3. sæti! Við erum ekki alveg sáttar og vitum barasta ekki hvernig stendur á þessu, því hin liðin voru bæði búin að tapa fleiri leikjum en við og gera fleiri jafntefli. Það þýðir því ekkert annað en að fara núna bara til Omaha og taka þessi lið bara í nefið um helgina! Við leggjum semsagt í hann á fimmtudags eftirmiðdag og ef við vinnum leikinn á föstudaginn spilum við annan á sunnudaginn... sem er náttla það sem við ætlum okkur að gera.

Er annars að fara í stærðfræðipróf á morgun en ég veit ekki alveg hvernig á eftir að ganga því þetta er ekki mitt uppáhaldsfag. Ætti líklega að vera að læra núna en ég held ég fari bara í rúmið í staðinn... það hljómar svo miklu betur. Góða nótt

mánudagur, nóvember 10, 2003

Jæja, það er nú kominn tími til að ég fari nú að blogga eitthvað... Margt hefur nú á daga mína drifið undanfarna viku þannig að ég veit nú varla hvar á að byrja...
Ég byrjaði að æfa á fullu núna síðasta þriðjudag en hnéið er samt ennþá eitthvað að plaga mig þannig að ég er ekki alveg 100%, ég vona bara að það verði orðið betra fyrir næstu helgi. Þessa helgina spilaði ég semsagt ekki, sat bara á bekknum og studdi liðið í 3-0 sigri okkar á Mo-south. Mjög góður leikur í flesta staði en það var samt erfitt fyrir okkur að skora því hitt liðið lá í vörn allan tímann... held þær hafi komist fimm sinnum yfir miðju. Enn betri fréttir eru það hins vegar að UNO tapaði sínum leik þessa helgina þannig að við fáum að vita það seinna í dag hvort að Regionals verða hjá okkur (32ja og 16 liða úrslitin) næstu helgi!
Á föstudeginum vorum við Moe með recruit (stelpu úr high school sem er að skoða skólann og liðið hérna) þannig að við sýndum henni svæðið og hún fór með okkur á tónleika sem voru haldnir hérna í íþróttasalnum. Matt Werts og Ben Folds héldu uppi fjörinu og það var bara ansi gaman. Hafði aldrei heyrt neitt um þá þar til þessa helgi þannig að þeir komu mér verulega á óvart... vel heppnaðir tónleikar bara.
Á laugardeginum spiluðum við leikinn og svo var djammað um kvöldið ásamt strákunum en þeir unnu einnig leikinn sinn. Við stelpurnar byrjuðum upp úr kl. 6 hjá Steph og Beth en fórum svo yfir til strákanna um 11, síðan var flakkað um frat-partýin, kom ekki heim fyrr en um 3-4 leytið.
Ég var ekki alveg á því fara á fætur þegar Addie vakti mig um 12 til að fara í morgunmat en ég ákvað samt að skella mér til að reyna að koma einhverju ofan í mig... Restin af deginum fór síðan að mestu leyti bara í afslöppun og sjónvarpsgláp þar sem að heilastarfsemin var ekki alveg komin í gang. Fékk samt símtal frá mömmu en það er altaf gott að heyra frá henni og fjölskyldunni heima (mánuður þar til ég kem heim!). Mér, Moe, Lauru, Misty og James var síðan boðið í mat til Matt en það var ágætis tilbreyting frá Sodexo (matnum í mötuneytinu). Það er alveg ótrúlegt hversu mikið maður er farinn að meta alvöru mat, í stað þess sem er fjöldaframleitt hérna ofan í nemendurna ;)
Við stelpurnar fengum ekki húsið sem við vorum að skoða fyrir næsta haust, skil ekkert í leigjandanum að velja hinn hópinn fram yfir okkur en við verðum að fara að reyna finna eitthvað annað því brátt fara allir að leita sér að húsi... Stokes þekkir einhver hjón sem leigja út íbúðir þannig að hann ætlar að reyna að redda okkur eitthvað.
En jæja, verð að þjóta, þarf að tala við umsjónakennarann minn því ég þarf að fara að skrá mig í tíma fyrir næstu önn, og svo er æfing.
Later

mánudagur, nóvember 03, 2003

Vá hvað mín var súr í morgun!! meikaði það einungis í einn tíma í dag... ekki alveg nógu gott. En það var semsagt sprellað aðeins í gærkvöldi þegar strákarnir komu heim en við stelpurnar byrjuðum hjá Molly og Rachel um 10 leytið en svo þegar strákarnir komu heim fórum við allar til þeirra. Allavega, mikið gaman og mikið fjör, en svo þegar nær dró endanum þá var ákveðið að fara í "sannleikann og kontor", eitthvað sem maður hefur ekki gert síðan í grunnskóla! Lauren var mönuð í það að hlaupa um húsið nakin og öllum að óvörum samþykkti hún að gera það, að vísu í nærbuxum og með brjóstin í höndunum en Brent var fenginn til að gera það með henni og hann flaggaði öllu! Mín samt bara nokkuð róleg að mestu leyti...
Annars vil ég nú þakka henni Mist fyrir að koma þessari síðu minni í þokkalegt ástand.... maður er víst ekki ennþá búinn að læra nægilega vel á þetta, samt nokkuð stolt því ég er nú búin að skrifa ansi oftar en ég hélt ég myndi gera sem er nú bara gott mál... jæja, þetta er nú orðið nóg í bili... hasta luego

sunnudagur, nóvember 02, 2003

jæja, helgin liðin og ég held barasta að mér hafi tekist að gera nokkurn veginnn ekki neitt... reyndi að gera smávegis heimavinnu en það gekk ekki nógu vel þannig að ég eyddi tíma mínum að mestu leiti fyrir framan sjónvarpið eða þá á vappinu um WalMart... alveg ótrúlegt hversu miklum tíma maður getur eytt í þessari búð! Annars gleðifréttir úr boltanum, við unnum báða leikina okkar þessa helgina, 1-0 og 5-1 og Robyn með þrennu, þannig að við eigum möguleika á að hýsa úrslitakeppnina í riðlinum sem verður eftir 2 vikur. Svo lítur einnig út fyrir að strákarnir muni gera það líka þar sem að þeir hafa unnið alla 18 leikina sína á þessu tímabili, nokkuð gott bara... Strákarnir koma annars ekki heim fyrr en nokkuð seint í kvöld þar sem þeir eru í Tennessee þannig að ég er ekki 100% á því hvor við höldum partý í kvöld en stelpurnar koma um níuleytið þannig að það gæti samt verið að maður geri eitthvað... maður er semsagt altaf hress á mánudagsmorgnum í líffræði ;) Allavega, Misty bauð mér og Lauru í mat núna kl 7 þannig að ég verð að þjóta

p.s. Keypti miðana mína heim um daginn... kem heim eftir 41 dag!!!