föstudagur, desember 12, 2003

Jæja, þá er komið að því! Búin í prófunum, búin að pakka og er að fara að djamma smá, bara svona rétt til að kveðja allt liðið... Svo þarf ég líka að óska Körlu til hamingju fyrirfram því hún er að fara að útskrifast og svo að gifta sig á milli jóla og nýárs. Búin að finna sér einhvern dáta og ætlar að gifta sig!
en jæja, ég má ekki fara of seint að sofa því rútan fer kl. 7 og svo lendi ég um miðnætti á klakanum (sjö að íslenskum tíma) þannig að ég verð vel súr eftir langt ferðalag... Allavega
Sjáumst!

miðvikudagur, desember 10, 2003

Jæja, rigningin farinn og snjórinn kominn aftur, veit ekki alveg hvort er betra...

Við stelpurnar fórum út á djammið aðeins í gær. Upphaflega átti þetta að vera gott kvöld eða eins og Moe sagði "we're not gonna get drunk, just happily hammered" en það endaði á því að við vorum að "passa" Molly þar sem hún var ansi miður sín eftir að hafa hætt með Dan (kærastanum sínum). Hún stóð varla í fæturna um tvö leytið þannig að ég fór með hana heim. Þrátt fyrir það þá var kvöldið ekki alslæmt og ég hitti einhvern random gaur sem babblaði endalaust um það að hann ætlaði að fara í "Peace-Core" og flytja til Hondúras. Þeir eru spes hérna, sumir hverjir.

Mikið svakalega var samt þægilegt að geta sofið út. Vaknaði ekki fyrr en eftir hádegi og þá var ákveðið að skella sér í Wal-Mart í síðasta skiptið áður en ég kem heim. Mamma og amma voru búnar að skrifa niður einhvern lista af drasli sem ég þurfti að kaupa fyrir þær svo að búðin var næstum tóm þegar ég var búin að versla. Svo var ég líka að framkalla myndir frá því yfir halloween og chicago ferðina, þær eru nokkrar góðar þar... ég fer kanski og reyni að fræða mig um það hvernig ég get sett einhverjar á netið, aldrei að vita hvað manni dettur í hug núna þegar ég er orðin svona tæknivædd ;)

Fór síðan til Michelle, sjúkraþjálfarans, í fitumælingu og vigtun, nefni það ekkert meira en svo var hún eitthvað að fikta í hnénu líka þar sem það er ekki komið í toppstand ennþá... ekki alveg sátt við það hvað þetta hefur tekið langan tíma að lagast. Ég hlakka samt til að kíkja á fótboltaæfingu með stelpunum... það verður fjör, ætli maður kaupi ekki eitthvað fyrir þær að narta í líka svo þær verði sáttar ;)

Það er samt alveg ferlegt hvernig mér tekst að eyða tímanum í ekki neitt, klukkan orðin 5 og ég ekki búin að opna bækurnar! Ég verð að fara að gera eitthvað í þessu
Adios

p.s. eftir þrjá og hálfan sólarhring verð ég komin heim á klakann!!!

þriðjudagur, desember 09, 2003

Brrr... það er alveg grenjandi rigning úti og þrumur og eldingar líka meira að segja. Þurfti að labba úr efnafræði í dag, ca. 3ja mínútna leið og var holdvot þegar ég kom heim. Það var samt ekki alslæmt því þetta var síðasti tíminn minn á önninni þannig að núna er ég komin á upplestrarfrí fyrir prófin mín tvö sem eru á föstudaginn.

Það er spurning hversu duglegur maður verður, það er svo auðvelt að finna sér eitthvað annað að gera... pakka niður, Big-four partý í kvöld, pakka niður, taka til í herberginu, já og svo pakka niður ;) ég er orðin svo spennt að koma heim að ég get varla beðið!

Annars var mjög gaman um helgina, við fórum í lamda-chi partýið á föstudeginum og svo á laugardeginum var smá gleðskapur með mörgum af íþróttaliðunum. Var samt ansi dugleg á laugardeginum og sunnudeginu að læra fyrir prófin mín sem voru á mánudeginum. Eftir allan þennan lærdóm var ég ansi svekkt þegar mér var tjáð á mánudagsmorgninum að það væri ekkert líffræðipróf. Mér finnst alveg að kennarinn hefði getað sagt okkur það fyrir helgina.

jæja, síðdegisblundurinn kallar
later

föstudagur, desember 05, 2003

Ég veit ekki hvort þið hafið velt þessu fyrir ykkur en Kirksville er lítill bær í Missouri. Hérna búa einungis 20000 manns, fyrir utan Truman nemendur sem telja um 6-7000. Bæjarbúar, kallaðir "townies", eru oft á tíðum típískir "hill-billar" og "rednecks", með sítt að aftan og læti. Allavega, hér í kring er dáldið af bændabýlum og mér var sagt að það væri þónokkuð af Amish fólki en ég hafði litla trú á því þangað til núna áðan. Á leiðinni til baka eftir að við skutluðum Robyn og Hawks sáum við Amish hjón akandi eftir veginum í hestvagni! Karlinn var með alskegg og stráhatt og konan í svona típískum amish búningi, síðri svartri kápu/kjól og með svuntu og hatt. Það var frekar skrýtið að sjá þetta svona í alvörunni en þetta er svakalega ólíkur lífstíll sem þetta fólk kýs að lifa... ekkert rafmagn, enginn bíll, enginn hiti o.s.frv.

jæja... matartími kominn, best að drífa sig

Fyrsti jólasnjórinn er kominn... og farinn reyndar líka því það hlýnaði eftir því sem morguninn leið. Engu að síður þá var gaman að hafa smá jólalegt í kringum sig þrátt fyrir að það hafi kallað á úlpu og lopavettlinga.

Ég og Addie ætlum að fara að keyra Hawks og Robyn til Iowa því þær ætla að kíkja í heimsókn til kærasta Robyn. En svo er helgin komin. Loksins.

p.s. kem heim eftir 8 daga!!!

miðvikudagur, desember 03, 2003

Jæja, hvernig líst ykkur á? Ég var eitthvað að reyna að fikta í þessu... (takk Mist) það gæti samt verið að ég breyti þessu eitthvað á næstunni þannig að ekki láta ykkur bregða ;)

Jæja, eitt próf búið... gekk alveg ágætlega, er soldið stressuð fyrir efnafræðina á föstudaginn... ekki mitt uppáhalds fag. Líffræðiprófið var sem betur fer fært yfir á mánudaginn þannig að ég hef meiri tíma til að læra fyrir það, og svo þarf ég vonandi ekki að taka lokaprófið í því. Fáum að ráða hvort við tökum það eða ekki, fer eftir því hvort við erum sátt við einkunnina sem við höfum eður ei... Svo er annað sálfræðipróf á mánudaginn en svo er ég komin í upplestrarfrí...


Annars er Comedy Night í kvöld svo það er spurning hvort maður kíki ekki á það til að létta aðeins á manni brúnina... jæja, ég er þotin... kanski ég fari meira að segja í ræktina seinna í dag, aldrei að vita hvað manni dettur í hug til að fresta heimalærdómnum aðeins lengur...

jæja, náði loksins að laga þetta svo þetta sé leshæft

mánudagur, desember 01, 2003

Hjalp!!! islensku stafirnir eru ekki alveg ad virka en eg kann ekki nogu mikid a thetta til ad laga thetta... ef einhver bydur sig fram til ad hjalpa mer tha vaeri thad vel thegid....