fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Hárdrama

Hei, jú! Ég gleymdi víst að segja eitt: Ég fór í klippingu um daginn! Það er ekkert stórmál út af fyrir sig nema að þetta var í fyrsta sinn sem ég fer í klippingu hérna úti. Hef ekkert haft neitt svakalega mikla trú á þessum gellum hérna þannig að ég þorði því varla en ég sá fram á það að vera komin með hár niður á hné ef ég héldi þessu áfram svo ég lét slag standa. Og það kom nú ekkert allt of illa út að mínu mati þannig að svo gæti farið að ég færi bara aftur eftir 1-2 mánuði. Er semsagt núna sæmilega vel snyrt og frambærileg ef svo má að orði komast ;)

Jæja, mín hefur bara verið nokkuð löt að undanförnu þannig að lítið hefur verið skrifað... ætli það sé ekki bara best að byrja á byrjuninni...

Valentínusardagurinn var frábær! Nolyn var ferlega rómó og bauð mér út að borða, gaf mér blóm og súkkulaði og svo var skálað í kampavíni. Mjög gaman sem sagt. Vikan leið síðan bara sinn vanagang að mig minnir, fór í tíma (oftast), á æfingar og svo altaf að lyfta. Er orðin alveg þvílíkur köggull ;)

Síðustu helgi var svo farið til St. Louis á Mardi Gras. Þetta er víst næst stærsta hátíðin, næst á eftir New Orleans, og það var alveg ferlega gaman þar! Við keyrðum niður til St. Louis á föstudeginum og ég, Moe, Addie og Rachel gistum heima hjá Lauen. Beth, Sonds, Sara og Katie gistu annars staðar. Á laugardeginum hittumst við síðan allar hjá Lauren upp úr hádeginu og það var strax byrjað að drekka. Við vorum búnar að panta hótelherbergi niðri í miðbænum fyrir laugardagsnóttina þannig að við fluttum okkur fljótlega þangað. Ég bjóst við einhverju hvursdags hóteli en nei nei. Það voru þjónar á hverju strái, bílunum var parkerað fyrir okkur og svo framvegis. Hið skondna var samt að þegar upp var komið á herbergið að þá kom í ljós að þetta var fundarherbergi!!! Engin rúm eða neitt, bara sófi, bar, stólar og svo risa fundarborð! Þannig að þarna vorum við, níu stelpur, með ekkert til að sofa á! Við létum það samt ekki á okkur fá og eftir nokkra drykkjuleiki héldum við til Soulard þar sem aðal hátíðahöldin voru. Það tók okkur ábyggilega klukkutíma að labba þangað því að við stoppuðum hvern einasta strák sem við mættum og létum hann gefa okkur hálsfestar. Það er nebbla aðal atriðið þarna að ná sér í sem flestar hálsfestar, tæknilega séð þá á maður að flassa strákana en maður var ekkert að gera það í þetta skiptið, kanski einhvern tímann seinna. Í Soulard voru síðan alveg mörg þúsund manns, flestir á tvítugsaldrinum og vel í því þannig að stemmningin var bara góð. Sara og Sonds enduðu meira segja á því að flassa einhverja gaura til að fá perlufestar, og Sara og Katie tóku einn nettan koss fyrir þá líka... þær eru nokkuð villtar ;)

Þarna vorum við eitthvað fram á kvöld, en að lokum gáfumst við upp því okkur var orðið svo kalt, ekki nógu vel klæddar og mín gleymdi lopavettlingunum þannig að næsti leigubíll var veifaður niður og stefnan sett á hótelið. Þar djömmuðum við síðan fram eftir kvöldinu, byrjuðum á barnum niðri þar sem við kynntumst einhverjum strákum, en eftir því sem á leið þá voru sirka 20-30 manns komnir inn í herbergið okkar að spila drykkjuleiki og þess háttar. Stóra fundarborðið kom sem sagt að góðum notum eftir allt saman ;)

Að lokum var liðið samt rekið út og við fórum að sofa. Það var skipt eftir aldri þannig að þær elstu fengu sófann og stólana en minn árgangur og busarnir fengum gólfið... Það skipti víst litlu máli hvernig var snúið, maður gat lítið sofið ;) Við vorum semsagt vel þreyttar og dáldið þunnar þegar við ókum aftur til Kirksville, og eftir það tók skólinn við.

Í gærkvöldi ákváðum við að halda upp á tvítugsafmæli Addiar. Hún á nú reyndar ekki afmæli fyrr en í maí en vegna þess að við gerum altaf dálitla seremóníu þegar við höldum upp á afmælin okkar þá ákváðum við að þær sem ættu afmæli yfir sumarið fengju að velja einhverja helgi til að halda upp á það, en vegna þess að það átti að koma smá á óvart líka þá gerðum við það í gær. Svaka gaman bara, það var AKL Big 4 partí þar sem öll stærstu fraternitíin koma saman (svaka amerískt fyrirbæri en ég skemmti mér bara vel samt).

Annars þá var fyrsta æfingin úti núna og síðan farið að lyfta strax á eftir. Það verður samt ekki fyrr en eftir Spring Break að við förum á alvöru æfingar með þjálfaranum... þær eru skrítnar þessar reglur hérna! Alla vega, ætli það sé ekki komið nóg í bili... later!

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Var ad lyfta i gaer og for sidan a aefingu, thannig ad nuna er eg med svo miklar hardsperrur ad eg get varla gengid. Thetta er alveg svakalegt! Sem betur fer eru stolarnir i herna i statistics timanum mjukir thvi ad eg fengi an efa marblett a rassinn thyrfti eg ad sitja a venjulegum stolum. Veit ekki hvernig eg meika thad i hinum timunum minum.

Vid forum i Wal-Mart i gaer. Thad er alveg otrulegt hvad okkur tekst altaf ad eyda miklum tima i thessari verslun, i gaer vorum vid tharna i einn og halfan tima ad leyta ad valentinusargjofum fyrir TJ og Nolyn, en thad styttist odum i hann. Veit ekki enn hvad vid gerum en Nolyn vill ekki segja mer thad, en thad verdur an efa mjog gamna.

Helgina 20. februar aetlum vid ad fara til St. Louis a Mardi Gras, en thad er vist stor hatid tharna. Erum ad paela i thvi ad gista hja Lauren um fostudagsnottina en fyrir laugardagsnottina langar okkur ad fa hotelherbergi naer midborginni. Thad verdur thvilikt fjor tharna.

Eg keypti mer puma sko a netinu um daginn og eg a von a theim nuna i vikunni, get varla bedid. En jaeja, aetli thad se ekki fyrir bestu ad fara ad fylgjast med thvi sem kennarinn er ad segja ;)

mánudagur, febrúar 09, 2004

Ég er svo þreytt!!! fór ekki að sofa fyrr en kl. hálf fjögur í nótt og vaknaði svo aftur kl. átta því ég var að læra fyrir physiology próf... gekk alveg ágætlega en samt gríðarlega mikið efni sem búið er að fara yfir. Svo var ég að lyfta núna áðan... með þessu áframhaldi verð ég þvílíkur köggull þegar ég kem heim í sumar ;)

Er að horfa á Westminster Best in Show, hundasýninguna... ótrúlega margir hundar til en við erum að skoða þá því við stelpurnar erum að pæla í að fá okkur einn slíkan fyrir íbúðina á næstu önn. En jæja, ég ætla að fara að læra eitthvað, ekki nema þrjú próf eftir í þessari viku auk spænsku ritgerðar! Ótrúlegt hvernig kennurunum tekst að hafa allt í sömu vikunni. Later...

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Úr því ég er að þessu á annað borð er þá ekki bara eins gott að halda áfram, bara svo ég segi ykkur hvað á daga mína hefur drifið síðan ég yfirgaf klakann ;)

John var svo góður að sækja mig á flugvöllinn í Kansas City og keyra mig svo til Kirksville daginn eftir. Skólinn byrjaði síðan á mánudeginum. Á þriðjudeginum var svo stórafmælið! Loksins orðin 20 ára! Dagurinn byrjaði mjög vel, frí í skólanum og ég bara að slappa af. Stelpurnar voru samt eitthvað að bralla en vildu ekki segja neitt, en ég var náttla frekar forvitin því við vorum búnar að ákveða að halda upp á afmælið deginum eftir. Samt sem áður sögðu þær mér að vera svöng og tilbúin til að fara út um kvöldmatarleytið. Eftir að hafa ekið um Kirksville síðan með bundið fyrir augun enduðum við í Íbúð Nolyns, stráksins hafði hringt heim um jólafríið og ég hafði hitt nokkrum sinnum síðan ég kom til baka. Í ljós kom semsagt að hann hafði eldað fyrir okkur stelpurnar og kærasta þeirra. Maturinn var mjög góður og ég skemmti mér konunglega. Á miðvikudeginum fórum við stelpurnar síðan á djammi þannig að allt í allt hélt ég upp á afmælið mitt þrisvar sinnum því ég hélt líka upp á það heima.

Skólinn gekk síðan sinn vanagang og boltinn fór fljótlega í gang og allt gekk bara mjög vel. Í síðustu viku skutlaði ég Moe á flugvöllinn í Kansas City því hún var að fara til New York til TJs, en hún kom heim á sunnudeginum eftir að hafa skemmt sér mjög vel. Ég fór á laugardeginum á glímumót með Rachel og Nolyn, því Alan (kærasti Rachel) var að keppa. Dáldið fyndin íþrótt en samt dáldið áhugaverð. Gaurarnir flestir þvílíkt stæltir og klæddir í spandex galla, en tekur samt alveg ferlega langan tíma.

En jæja, er að fara í próf á morgun og á föstudaginn þannig að ég verð víst að fara að læra eitthvað. bæbæ

mánudagur, febrúar 02, 2004

Jæja, það er víst kominn tími til að fara að skrifa eitthvað hérna, rifja upp árið sem leið og eitthvað þess háttar. Ég nenni ekki að fara út í einhver voðaleg smáatriði þannig að þetta verður bara í svona grófum dráttum. Hér kemur það:

Vorönn 2003: Það var ferlega sárt að kveðja fjölskylduna eftir stutt en gott jólafrí. Skólinn byrjaði fljótlega aftur á fullu og boltinn síðan stuttu eftir það. Við vorum að lyfta 4x í viku og á innanhúss æfingum fram í miðjan mars, þegar vorfríið kom loks. Þá skellti ég mér suður til Dallas, Texas, með Crissie. Við flugum þangað frá St. Louis og vorum þar í u.þ.b. 10 daga. Frábært að komast svona aðeins í sólina eftir skítakulda norður í Missouri. Við fórum líka til Houston og svo alla leið til Corpus Cristi, á ströndina. Þar var rúmlega 20°C þannig að ég var bara vel sátt, en mér var samt tjáð að það hefði jafnvel getað verið betra. Eftir að heim var komið skall alvaran á ef að svo má að orði komast. Skólinn aftur á fullu, og nú byrjaði tímabilið í boltanum, með alvöru æfingum og leikjum og þess háttar. Allt saman var þetta nú alveg ótrúlega fljótt að líða því fyrr en varði var ég komin aftur á klakann, með eitt ár í Bandaríkjunum undir beltinu.

Sumarið 2003: Sumarið var í stuttu sagt bara alveg frábært. Ég byrjaði á því að fara með Emily á smá túr um land og þjóð en eftir það var allt sett á fullt. Vinna, boltinn, fjölskyldan, vinirnir, djammið o.s.frv. Þvílíkt mikið að gera bara. Ég ákvað að vinna í BYKO enn og aftur, samt í Hfj, að þessu sinni en það var bara ágætt. Ekki mitt uppáhaldsstarf en vel borgað engu að síður. Strax eftir vinnu þaut maður á hverjum degi á æfingu, þar sem að samstarf Hauka og Þrótts var í hámarki, og svo var maður einhversstaðar á þeytingi eftir það. Það telst varla sumar ef ekki er farið í smá ferðalög um landið og að þessu sinni voru þær tvær; sú fyrri til Ólafsvíkur, sem endaði einum of snemma, en gaman var nú samt. Sú síðari var Þjóðhátíð í Eyjum, og að venju þá stóð hún alveg undir nafni, geggjað gaman bara og mikil stemning. Strax eftir að ég var búin að jafna mig á Eyjaferðinni var kominn tími til að fara aftur til Missouri.

Haustönn 2003: Ekki byrjaði ferðin nú vel. Eftir 10 tíma ferðalag var ég loksins komin til St.Louis en sama gat ég því miður ekki sagt um ferðatöskurnar mína. Þarna stóð ég því alls laus, með ekkert annað en fötin sem ég var í og nokkur tímarit og geisladiska í bakpokanum mínum. Eftir mikið basl og tuð í starfsfólki flugvallarins komust töskurnar loks á leiðarenda, og þá var keyrt norður til Kirksville til að hefja Pre-Season. Allt var enn á ný sett á fullt, æfingar tvisvar á dag í 30°C og gríðarlegum raka, en fyrir utan það þá var mjög gaman. Skólinn byrjaði síðan tveim vikum síðar og tímabilið sömuleiðis. Það var því mikið að gera, skólinn á virkum dögum og svo leikir og ferðalög um helgar, en samt tókst okkur yfirleitt að finna einhvern tíma fyrir djömm, og voru þá sunnudagskvöldin í sérstöku uppáhaldi meðal knattspyrnuliðanna. Dálítil vonbrigði með spilatímann, því ég var enn varamaður en spilaði samt í flestum leikjum, þar til mér tókst að togna á tveimur krossböndum í vinstra hné. Þar með var tímabilið nokkurnveginn búið fyrir mig, en hjá liðinu endaði það ekki fyrr en með tapi gegn UNO í 16 liða úrslitunum í nóvember. Síðar í nóvember fór ég með Moe til Chicago og hélt upp á Thanksgiving með fjölskyldu hennar. Þar var alveg æðislega gaman. Hún og TJ sýndu mér borgina, mannlífið og dýragarðinn. Svo verslaði ég auðvitað slatta af jólagjöfum og þess háttar. Eftir allt kalkúnaátið var stutt í jólaprófin og svo var ég bara komin heim á klakann á ný.

Jólafríið: Það var mjög gott að koma heim aftur að hitta familíuna og alla vinina. Ég vann eitthvað smávegis þannig að ég var með örlítinn vasapening sem kom sér mjög vel en hann hvarf fljótlega á öllu djamminu og verslunarleiðöngrunum með Jónu. Annars var bara slappað af og ég naut þess að vera í faðmi fjölskyldunnar á nýjan leik.

Jæja, er ekki komið nóg núna... þetta átti að vera svo stutt og skorinort en er orðin þvílík romsa ;) en ætli ég láti þetta ekki bara flakka svona og bæti við seinna.