sunnudagur, mars 28, 2004

Nýjasta updatið..

Vikan liðin og helgin bara líka, þetta er allt svo fljótt að líða að það er alveg svakalegt! Við kepptum í dag og í gær, gekk nokkuð vel í gær á móti SLU sem er nokkuð góður fyrstu deildar skóli en dagurinn í dag var öllu verri: spiluðum einhverstaðar úti í móa á æfingavellinum hjá SIUE þar sem það moraði allt í hólum og hæðum, og haldiði ekki að það hafi bara byrjað að rigna líka. Og þá er ég ekki að tala um þessa týpisku íslensku rigningu sem yfirlett er lárétt vegna vindsins sem alltaf fylgir, heldur risastóra dropa sem gegnbleyta allt og alla á fáeinum sekúndum. Með öðrum orðum þá var leikurinn dáldið skrautlegur því allt var á floti. Vonandi verður næsta helgi eitthvað betri þar sem við spilum norður í Iowa við einhver tvo lið á sama deginum. Annars þá hefur bakið eitthvað verið að stríða mér undanfarna daga þannig að ég þar að láta sjúkraþjálfarann tékka á því aðeins áður en helgin kemur.

Annars er mest lítið að gerast hérna, bara þetta sama gamla, skólinn og boltinn og svoleis... jú annars þá fékk ég pakka frá þeim gömlu í vikunni. Var voða ánægð því í honum voru tvö stór páskaegg og nokkur lítil sem og lakkrís og annað gotterí. Þessu öllu var sem sagt útbýtt á meðal kananna hérna og þeir borðuðu þetta allt með bestu lyst, fyrir utan lakkrísinn og kúlurnar sem ég skil barasta ekki, segja kúlurnar vera of harðar og flestir þeirra borða bara rauðan lakkrís. Allavega þá verður íslenskt nammi á matseðlinum næstu vikurnar þannig að maður verður að taka almennilega á því á æfingum.

þriðjudagur, mars 23, 2004

March Madness!

March Madness!

Vá, helgini var all svakaleg og ég skemmti mér konunglega þrátt fyrir að ég hafi ekki endilega verið þekkt sem mesti körfuboltaaðdáandi sem til er. Við fórum á fimm leiki sem voru hluti af útsláttakeppninni í fyrstu deildinni sem uppnefnd er March Madness. Leikirnir voru í þvílíkt stórri íþróttahöll og það var svo mikið fólk að horfa á alla leikina að stemningin var ótrúleg, svo voru náttúrulega klappstýrur, lúðrasveitir og "mascots" fyrir hvert lið sem stóðu fyrir skemmtun í hléum. Fyrir utan að horfa á körfubolta þá var lítið annað gert en að borða á góðum veitingastöðum, drekka smávegis, og svo bara að sofa. Við fórum líka á Ameristar Casino-ið þar sem við spiluðum smávegis.

Annars er alvaran tekin við aftur núna, skólinn alveg á fullu eins og vanalega og svo fótboltinn líka. Eigum tvo leiki þessa helgi og þá næstu líka þannig að undirbúningurinn er á fullu, hellingur af þrekæfingum og öðrum skemmtilegheitum.
Later....

miðvikudagur, mars 17, 2004

Snjór!!

Jæja, haldið að það hafi ekki snjóað í fyrradag! Ég sem hélt að vorið væri að koma. Snjórinn er reyndar allur farinn núna en samt, við gátum ekki æft á vellinum eins og við áttum að gera þannig að við þurftum að lyfta og hlaupa í staðinn. Svo í dag eigum við að hlaupa 3 mílur og síðan eru sprettir eftirá, ekki alveg nógu sátt. Annars er ég orðin ansi spennt fyrir Kansas ferðinni á föstudaginn, horfi á þrá leiki á föstudaginn og svo tvo á sunnudaginn, það verður þvílík stemning þarna! Dáldið stressuð samt því að það verður ansi mikið að gera þangað til ég fer: Organic chem próf, ritgerð og svo smá rannsóknar verkefni.

Annars kom TJ, kærasti Moe, hingað á sunnudaginn til að heimsækja hana því nú er hann á vorfríi, þannig að hann verður hér fram á laugardag að mig minnir. Við fórum öll (Moe og TJ, ég og nolyn, Emily og Donni, og Rachel og Alan) út að borða í gær á mexikanskan veitingastað og fengum okkur margarítur líka. Ágætis matur sem þar var boðið upp á. Svo verður líklega eitthvað gert í kvöld því að í dag er St. Patrick's Day, aldrei hafði ég nú heyrt um að þessi dagur væri eitthvað sérstakur en í dag halda þau upp á allt sem er írskt og drekka því Guinness bjór og eru í einhverju grænu líka. Þetta er allavega ágætis afsökun fyrir hátíðahöld hér á campusnum.

En jæja, það er víst best að fara að snúa sér að bókunum...

sunnudagur, mars 14, 2004

Allt búið!!!

Er ekki bara vikan liðin og Spring Break-ið búið!!? Ferlegt hvað þetta líður allt saman fljótt. Ég og Addie fórum saman suður til Tulsa í Oklahoma þar sem við gistum hjá systur henna sem er í skóla þar. Svaka gaman, djammað í 25 stiga hita, farið á einhverja bari, verslað og svo var bara slappað af í sólinni. Þar vorum við fram á miðvikudag þegar við ókum aftur heim til hennar í Columbia (þetta er borg í Missouri en ekki landið, kanarnir eru víst að verða uppiskroppa með nöfn á alla þessa bæi hérna þannig að þeir fá þau bara lánuð annars staðar frá, hef til dæmis rekist á Milan, Paris og Moscow... ætli Fjörðurinn sé ekki bara næstur á kortið, ég held nú það).

Við vorum þar semsagt það sem eftir lifði vikunnar við gott yfirlæti. Mín kláraði næstum alla vasapeningana sína svo þegar við fórum í Mollið í St.Louis... þetta er alveg ferlegt hvað mér tekst altaf að eyða svona ;) En jæja, er samt mjög sátt með það sem ég keypti...

Alvaran tekur víst við á morgun, skóli, próf og æfing... allt á fullu bara, en ég fæ smá frí næstu helgi því við Nolyn ætlum til Kansas City að horfa á nokkra úrslitaleiki í háskóla-körfuboltanum, hlakka bara mjög mikið til að sjá þetta allt saman því það er víst altaf þvílík stemning í kringum þetta.

En jæja, það er víst allt og sumt enn sem komið er, ætla að fara að fá mér eitthvað í gogginn...

mánudagur, mars 01, 2004

Letibykkjan heilsar...

Vá helgin liðin, og hvað hef ég gert? nákvæmlega ekki neitt!! Var alveg ferlega löt kom engu í verk, fór ekki einu sinni að djamma! Meikaði það nú samt í bíó, fór með Nolyn á Welcome to Mooseport, með Gene Hackman og Ray Romano.... ágætismynd þannig séð en ég myndi ekkert endilega vilja að sjá hana aftur.

Spring break alveg að koma... hlakka ekkert smávegis til að fá smá frí úr skólanum en fyrst verð ég líklega að taka Organic og Physiology próf :( ekki alveg nógu gott, en jæja, það verður víst að hafa það. Ég er þá þotin í tíma...