þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Ótrúlegt!!!

Vá, tveir dagar í röð að blogga, Jóna ætti að vera stolt af mér! Annars verð ég nú að þakka henni Jónu minni fyrir að hafa kynnt mig fyrir þessu Skype dóti. Alveg ótrúlegt hvað það er núna hægt að gera í gegnum internetið!

Var svo líka að skila inn 37 blaðsíðna ritgerð í dag. Og nei ég er ekki að djóka! 37 bls um það hvernig þjóðfélagið leggur einstaklinga og ákveðna þjóðfélagshópa í einelti vegna einhverra líkamsgalla eða skoðana, með sérstökum fókus á síams tvíbura... Ég er með extra copy ef einhver vill lesa þetta áhugaverða verk! Allavega þá er ég fegin að ég er loksins búin með þetta, en svo tekur nátla kynning og ritskoðun við og ég veit ekki hvað og hvað.

Hálf einmannnalegt hérna í íbúðinni núna því allar stelpurnar fóru í einhvern hiphop/dans/aerobic/step tíma í íþróttamiðstöðinni. Mér var boðið með en ég þakkaði pent. Ég er ekki beint samhæfðasta manneskjan á svæðinu. Man þegar Brynja lét okkur eitthvert árið fara í TaeBo tíma í Hress, ég hef aldrei vitað neitt eins hræðilegt. Ég og Nanna að mig minnir lágum í krampa mestan tíman á meðan við remdumst við að ná helvítis sporunum og spörkunum. Ekki batnaði það svo þegar hendurnar bættust við, þá varð allur fjandinn laus. Þess vegna ákvað ég að spara mér skömmina og sitja bara heima við tölvuna (það var lítið Jóna!)

Fór á fund í dag með öllum fótboltastelpunum. Ferlega gaman að vera allar saman aftur því það er alveg ótrúlegt hvað maður saknar þeirra jafnvel bara eftir að hafa ekki æft í nokkrar vikur. Kusum fallegasta mark leitíðarinnar, sem og markvörslu, og svo var eitthvað tal um ferð til Evrópu næsta sumar, líklega England eða Skotland. Það yrði bara mjög spennó því þangað hef ég aldrei farið.

En jæja, ætli þetta sé ekki orðið gott í bili, ég verð að hafa eitthvað að segja á morgun.

mánudagur, nóvember 29, 2004

Brrr....

Jæja, fríið búið og alvaran tekin við. Skítakuldi úti, snjór, slabb og rok þannig að maður er alveg að frjósa þegar maður er á ferðinni á kampusnum. Annars finnst mér eins og ég hafi verið svo svakalega busy í þessu fríi en samt er eins og mér hafi tekist að sleppa því að lesa svo mikið sem eina bls. í einhverri skólabókinni, og trúðu mér, ég naut þess út í ystu æsar! Þriðjudeginum og miðvikudeginum eyddi ég upp á spítala á skurðstofunni og fylgdist með læknunum að verki. Á fimmtudeginum tókst mér síðan að éta á mig gat því þá var Thanksgiving hjá fjölskyldu Nolyns... kalkúnn, kartöflur, sósur, súpur, kökur og ég veit ekki hvað, afgangarnir eiga ábyggilega eftir að duga í nokkrar vikur. Föstudagurinn fór nú að mestu leyti í að ná sér eftir allt átið en svo skrapp ég í smá verslunarleiðangur hérna í bænum. Verslunarleiðangurinn hélt svo áfram á laugardeginum þegar ég og Nolyn fórum til Columbia ("stór" borg hérna nálægt). Ég vona að ég þurfi ekki að kaupa mikið meira því þá efast ég um að ég hafi pláss fyrir fötin mín í ferðatöskunni. Á sunnudeginum reyndi ég síðan aðeins að byrja að læra en því var hætt fljótlega. Fékk síðan nudd á nuddstofu hér í bænum að gjöf frá Nolyn þannig að þar var slakað vel á.

Í dag byrjaði skólinn síðan þannig að allt sem ég ætlaði að vera búin að gera í fríinu þarf ég að gera í dag... ekki sniðugt... þarf að skila inn 30 bls ritgerð á morgun, spænskufyrirlestur í dag, og stórt próf á fimmtudaginn.... en jæja, ætli maður þurfi ekki að fara að gera eitthvað af viti fljótlega.
Later...

13 dagar í heimkomu...

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Svona fór um sjóferð þá...

Jæja, þetta gekk víst ekki allt upp. Við töpuðum fyrir UNO 2-1 í framlengingu í æsispennandi leik eftir að hafa jafnað 1-1 í seinni hálfleik. Það er víst ekki við neinn að sakast nema okkur sjálfar... ferlega svekkjandi þetta allt saman. Ótrúlega skrítin tilfinning núna að eftir að hafa eytt 3-4 klst á dag í fótboltann hérna, í þetta langan tíma, að nú hefur maður nánast ekkert að gera. Bara skólinn og heimavinna, engar æfingar eða neitt fyrr en á næsta ári. Samt trúi ég ekki öðru en að ég eigi eftir að venjast þessu letilífi eins og öllu öðru.

Annars hlýtur nú að vera eitthvað varið í dömuna því minni var boðið á svona "fraternity" dansiball ;) Einn gaurinn í spænskunni bauð stelpunni en það hefði víst ekki verið alveg við hæfi að fara vegna Nolyns.

Um helgina þurfti ég að fara til Kansas City vegna leiðtoganámskeiðs á vegum MIAA, íþróttadeildarinnar. Ekkert voða spennó en ég fór með Stokes og svo voru tveir krakkar frá öllum skólunum í riðlinum þannig að maður kynntist öðru fólki. Vorum mest bara að spjalla um hvernig væri hægt að bæta íþróttastuðning og aðstöðu o.s.frv.

Thanksgiving er á næsta leyti, fríið byrjar á morgun nánar tiltekið, þannig að þá kemur kærkomið frí úr skólanum. Ég þyrfti samt helst að gera einhverja heimavinnu því að eftir fríið kemur ansi strembin 2ja vikna törn áður en ég kem heim. HEIM!!! ótrúlegt hvað það er orðið stutt í þetta. Mamma búin að senda mér jólagjafalistann fyrir familíuna heima því auddað ætlar maður eitthvað að versla!

En jæja, ég verð að fara í spænskutíma... síðasti tíminn fyrir fríið!!!
Later.

laugardagur, nóvember 13, 2004

Dugleg!!!

Jæja, þá hefur tækniundrið hún Skásdís loksins bætt aðeins við síðuna sína með þessum líka ágætu niðurstöðu... ætla að hætta í bili, er alveg uppgefin á þessu. Veriði svo dugleg að kommenta og soleis svo ég viti hvað ykkur finnist!!!


Saga Guðrún, litla dúllan þeirra Soffíu og Óla Posted by Hello

Initiation2

Og hér fyrir neðan erum við, nokkrar af eldri stelpunum, á busavígslunni


Ramza, Hawks, Rachel, ég og Lauren Posted by Hello


Busa bossar Posted by Hello

Initiation

Þessi mynd er frá Busavígslunni fyrr í haust, Ruefer, Emily, Schmitty, og Talcott voru teknar vel í gegn eins og sést á útganginum. Og hér fyrir ofan má svo sjá nokkra af busa strákunum.


Stupid Freshmen Posted by Hello

Úps

Ekki orðin alveg nógu klár á þetta, vantar smá undir myndina, þarna erum við Lauren, Addie, Moe, ég, Meghan, Rachel og Molly á 21 árs afmæli Rachel.... þetta var nokkuð vilt kvöld, heilsan gaf sig eitthvað eftir 2 leytið þegar mín var með andlitið ofan í ruslafötunni, en Rach stóð sig eins og hetja þrátt fyrir að hafa tekið 21 skot!


Lauren, Addie, Moe, Ég, Megan, Posted by Hello

Guð hvað mín er klár!!!

Jæja, mér tókst að setja mynd hingað inn!

Í fréttum er það annars helst að við unnum leikinn gegn South Dakota State í gær þannig að á morgun keppum við við UNO í sextán liða úrslitunum. Fáum svo líka að fara frítt út að borða í kvöld í boði knattspyrnudeildarinnar þannig að það verður tekið vel á því. Annar er lítið annað í gangi, talaði við foreldrana í gær, kennaradeilan alveg í hámarki víst og allt að verða brjálað, en jæja, ég ætla að fara að finna einhverjar fleiri myndir til að setja hingað inn. Adios


Ég og Nolyn  Posted by Hello

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Það var mikið!!!

Jæja, langt síðan síðast!!! Voða lítið nýtt í gangi annars. Skólinn alveg að gera út af við mann að undanförnu þannig að ég geri hvað sem er til að sleppa við heimavinnuna. Eins og núna að skrifa inn á þetta blogg í stað þess að læra fyrir eðlisfræðiprófið sem ég þarf að fara í á morgun. Hef verið ansi löt við það að mæta í tíma að undanförnu því mér finnst það hálf tilgangslaust, ég þarf hvort eð er að lesa helvítis bókina og rembast við að læra þetta sjálf því kennarinn er vonlaus... rasar bara um einhverjar formúlur sem við þurfum að kunna utanað en útskýrir ekki neitt. Svo ég rjúki úr einu í annað þá var ég að kaupa miðann heim!! Kem heim 11. desember, fer aftur 10. janúar þannig að ég næ heilum mánuði heima!!! Ég hlakka svo til að hitta alla aftur!!! Og sér í lagi nýja fólkið eins og hana Sögu Guðrúnu, litla krílið þeirra Soffíu og Óla. Hún er alveg pínkuponsu lítil skonsa, fæddist 29. október, og er voða dugleg. Ég verð að fara að læra að setja myndir hingað inn svo ég geti sýnt ykkur.

Tímabilinu var að ljúka í fótboltanum með bestu leiktíð í sögu skólans, 18 sigrar og 2 jafntefli... nokkuð gott bara. "Regionals" eru næstu helgi og við verðum að öllum líkindum á heimavelli því við unnum riðilinn og erum núna í 3. sæti í deildinni! Eftir regionals er svo átta-liða-úrslitin og svo vonandi úrslitakeppnin sem verður haldin í Texas.

Ég talaði loksins við foreldrana, hafði ekki heyrt í þeim í þó nokkurn tíma. Fékk að heyra allt um kennaraverkfallið, eldgosið og bensíndeiluna, og svo var því skotið inn á milli að fjölskyldulífið gengi bara sinn vanagang og allir hefðu það bara mjög gott. Amma Dísa og afi voru að koma frá Marokkó og mamma fór að sækja þau... ég vissi ekki einu sinni að þau hefðu farið þangað fyrr en þau voru komin til baka, en þau höfðu það víst gott í Afríkunni.

En jæja, ætli það sé ekki best að snúa sér aftur að lærdómnum... helvítis eðlisfræðin alveg að gera út af við mann! Later...