mánudagur, desember 27, 2004

Jólin búin, áramótadjamm framundan

Jæja, nú er jólafríið víst bara hálfnað! Alveg ótrúlegt hvað þetta líður hratt. Það er svo voða gaman að vera komin heim til familíunnar. Hreindýrakjöt á boðstólunum hérna á aðfangadag. Var með smá efasemdir um hversu gott það væri því við höfum yfirleitt verið með gæs (mitt uppáhald) en þær hurfu allar um leið og maður bragðaði á kjötinu. Gæti barasta verið nýtt uppáhald! Svo var náttla kalkúnn hjá ömmu Dísu á jóladag. Ansi fámennt þetta árið þar sem að tveimur fjölskyldunum datt í hug að vera í útlöndum um hátíðirnar! Hef verið að vinna aðeins á Laugaveginum, tískuvöruverslun gamla mannsins, að selja síðar nærbrækur, skyrtur og bindi... mjög gaman ;) En þetta er ágætt samt sem áður, smá vasapeningur þannig að maður kvartar ekki. Svo er það annars nýtt að frétta að ég kíkti á nokkrar Hauka æfingar fyrir jól. Það var bara ágætt, skrítið að vera allt í einu orðin ein af þeim "gömlu". Líka búin að kíkja á djammið með stelpunum, altaf jafn gaman, Anna Margrét búin að breytast í einhvern drykkjuharðstjóra, skipar manni að drekka alveg stöðugt :D Svo er búið að plana spilakvöld og áramótadjamm þannig að það verður bara gaman. En jæja, verð að þjóta, er að fara í pítsupartí og svo á Bridget Jones II

föstudagur, desember 10, 2004

Ég er að koma

Jæja, var að klára eðlisfræðiprófið, það síðasta af þremur prófum sem ég tók í dag!!! Fór ekki að sofa fyrr en kl. 4 í nótt, og vaknaði kl. 8 þannig að mín er ansi þreytt. Ætla því að blunda í ca 30 mín áður en ég fer að pakka. Annars er líka búið að plana dinner fyrir okkur allar stelpurnar seinna í kvöld. Förum út að borða á Minn's sem er ferlega góður kínverskur veitingastaður. Algjört gúmmilaði. Eftir matinn verður náttla djammað!

Það er því spurning hvort maður verði glær í framan af þreytu/þynnku á morgun þegar ég vakna kl. 6 til að fara að keyra til St.Louis... Flugið er kl 1 til Minneapolis en svo verð ég víst að hanga á flugvellinum þar í nokkra klukkutíma því flugið heim er ekki fyrr en kl 7 að mig minnir. Verð því lent á klakanum um klukkan 1 um nóttina, eða 7 á sunnudagsmorgninum að íslenskum tíma.

En jæja, ég hlakka til að sjá ykkur öll sömul!

þriðjudagur, desember 07, 2004

jæja, jæja

Það er alveg að koma að því! Einungis fjórir dagar í brottför! Ég má samt ekki alveg fríka út straxþví ég á enn eftir að fara í þrjú próf, öll á föstudaginn.

Annars var helgin bara nokkuð góð. Reyndi að gera sem minnst af heimavinnu þannig að ég eyddi laugardeginum í það að finna jólatré með Nolyn og það og íbúðina hans. Svo var bara farið út að borða og slakað á. Fékk líka jólagjöfina frá Nolyn fyrirfram, svo að ég gæti notið hennar yfir jólin. Hann gaf mér svaka fallegt hálsmen, en eina vesenið núna er bara hvað ég á að gefa honum. Sagðist nebbla ætla að kaupa eitthvað handa honum á klakanum en hef ekki hugmynd um hvað það er ennþá. Sunnudeginum eyddum við eiginlega alveg eins, leigðum spólur, átum nammi o.s.frv.

Ég er alveg orðin svakalega spennt fyrir því samt að koma heim. Þessi önn er búin að vera alveg nógu löng! Er búin að fá vinnu í versluninni hjá Svövu frænku á laugarveginum (ekki Hoffman), og svo verð ég líka eitthvað að vinna upp á Rjóðri. Svo náttla ætlar maður að kíkja á einhverjar boltaæfingar hjá Haukunum, mar er bara farinn aftur á fornar slóðir núna, þannig að það verður spennandi að sjá hvernig það gengur. Allý, ég treysti á þig að koma með mér!!!

Allavega, þá kveð ég bara í bili, nenni ekki að hanga við tölvuna lengur því mig langar að fara að pakka niður!!! Ég er að koma heim!!!
Hasta luego

miðvikudagur, desember 01, 2004

Vá, hvað ég nenni ekki að læra. Er að fara í próf á morgun í lífrænni efnafræði og það eina sem ég geri er að stara á bókina í ca. 5 mín og dotta síðan með andlitið ofan á borðinu. Ég er ekki að meika þetta.

11 dagar í heimkomu þannig að það er allt of erfitt að einbeita sér að náminu. Kaninn alveg að verða brjálaður í jólaskreytingunum því strax deginum eftir thanksgiving þá var allt það skraut rifið niður og jólaskreytingunum hent upp. Maður fer í wal-mart og það fyrsta sem maður sér er einhvað risastórt rautt ferlíki í jólasveinabúningi, klingjandi bjöllu og dillandi rassinum. Ég þakka fyrir að ég er nógu gömul til að gera mér grein fyrir að þetta er bara brúða en ég efast ekki um að einhver krakkinn hafi fengið taugaáfall af hræðslu þegar hann sá þetta.....

.... úps, sogaðist inn í CSI í smá stund. Það þarf ekki mikið til, svo maður sleppi lestrinum. Annars keypti Nolyn einhvern CSI tölvuleik um daginn (hann er forfallinn aðdáandi þáttanna). Við eyddum heilu kvöldi í það að leysa einhver voða dularfull sakamál... ferlega spennó... Svo er það náttla jólaþáttur Nick & Jessicu sem var að byrja. Sá þáttur er sko teipaður á þessum bæ þannig að ég get horft á hann seinna ;)

En jæja, ég er farin að læra... eða þykjast læra... ciao