laugardagur, febrúar 26, 2005

Helgin komin

Jæja, var að koma heim, er alveg uppgefin. Tók þetta mcat prufu-próf, fór kl. 9 í morgun og var að koma heim núna kl 16:30!!! Ekkert smá erfitt líka, ég held að ég hafi giskað á svona helminginn... svo þyrfti ég helst að skella mér í þvottahúsið hérna við hliðina að þvo þvott... ekki alveg að nenna því samt, sé bara til... Annars er ekkert sérstakt í gangi, fór á Constantine í bíó í gær. Vissi ekkert um þessa mynd nema að Keanu Reeves léki í henni þannig að ég bjóst ekki við miklu. En djí, mér brá svo oft og ég var svo hrædd að ég gat ekki horft á myndina nema að vera með hendurnar fyrir andlitinu, halda fyrir eyrun og rétt svo gægjast í gegnum fingurna til að sjá hvað væri að gerast... mæli ekki með henni fyrir hjartveika en annars var hún ágæt, smá exorcist fílingur í henni en samt allt í lagi.

Var að tala við Molly niðri, fékk að heyra allt dramað sem gerðist í gærkvöldi. Við höfum grun um að Rachel hafi farið í bað í öllum fötunum því í morgun voru öll fötin hennar rennandi blaut um alla íbúð og baðkarið fullt. Hún hins vegar man ekki eftir neinu. Hún og Lauren voru víst all skrautlegar í gær. Í kvöld er svo stefnan að ef að maður safnar saman einhverri orku þá kanski kíki maður á djammið... geymi bara lærdóminn þangað til á morgun því ég hef fengið alveg nóg af því í dag.... Og svo má ekki gleyma því að stærsta partý ársins verður á föstudaginn, Pimps and Hoes þemapartý sem við stelpurnar ætlum að halda heima hjá nokkrum strákum. Allir sem mæta uppástrílaðir fá spes díl á áfengi en hinir fá ekki neitt, sem sagt, í staðinn fyrir að selja rækjur og túlípana þá djömmum við bara fyrir ferðinni til Englands. Allavega, þetta er nóg í bili...

fimmtudagur, febrúar 24, 2005


Svona var Lily þegar hún var lítil :( Posted by Hello

Snjór!!!

Það snjóaði í morgun!!! ég sem hélt að vorið væri að koma. Það allavega hætti fljótlega, og hitinn rétt farinn að slefa yfir frostmark. Annars gerðist smá slys hér um daginn. Ekið var á hundinn hennar Söru, stóran labrador hund sem hét Lily, þannig að hún dó. Allir ferlega miður sín, sérstaklega Sara náttla sem sá þetta allt saman gerast, en kellingarbeyglan sem ók á Lily keyrði bara í burtu eins og ekkert hefði í skorist. Eins og maður taki ekki eftir því þegar maður keyri á svona stórt dýr... ég skil svona pakk ekki...

Ekkert sérstakt í gangi svo sem, er búin í skólanum í augnablikinu, eða þar til kl 6 þegar mcat tíminn byrjar, og ég verð þar til kl 9. Svo er líka þrekæfing seinna í dag kl 4:30. Ég vona að coach viti að við erum allar helvíti aumar og með miklar harðsperrur eftir gærdaginn... efa það samt... En jæja, ég verð að fara að læra, er að fara í fyrsta mcat-prufuprófið á laugardaginn... átta tíma helvíti!!! Þá á að koma í ljós hversu mikið maður veit :( Vona það besta bara.... Later

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Nafnlaust...

Ég veit aldrei hvað ég á að skíra þessar færslur... ekki nógu frumleg í þessum nafnagjöfum. En jæja, ég þóttist voða dugleg í gær. Var að læra inn á bókasafni allan daginn þar til ég fór að lyfta með liðinu... er orðin svakalega sterk núna, massinn alveg gífurlegur. Svo bauð Molly í mat, chicken enchiladas, eitthvað voða gott.

Eftir matinn fór ég síðan með Nolyn í Thomson Center, til að hlaupa smá. Prófaði síðan að boxa smá. Það var bara ferlega gaman, ótrúlega erfitt samt að gera þetta rétt, Nolyn þóttist eitthvað vera að kenna mér. Svo var bara slakað á í heitapottinum í smá stund. Annars ekki mikið í gangi... þrekæfing í kvöld og svo mcat tími frá 18-21... sem sagt langur dagur framundan... later

sunnudagur, febrúar 20, 2005

og bæ ðe vei

gleymdi að segja frá því að það er annar körfuboltaleikur á fimmtudaginn gegn liði sem A-liðið tapaði fyrir. Það verður gaman að sjá hvernig það fer. Og svo það nýjasta hér, tjekkið á www.thefacebook.com allir eru alveg að týna sér í þessu... það verður að safna saman fólki til að koma Íslandi í þetta. Þetta er algjörlega tilgangslaust svo sem nema til þess að monta sig af því hversu marga vini maður á :) Og svo jú... 10. L og 10. K eru víst að fara að halda rejúíon núna í mars... það hefði verið gaman að kíkja á liðið en ég bið bara að heilsa öllum!!

jamm....

Er ansi þreytt í augnablikinu. Var að koma af æfingu þannig að ég sit sveitt við tölvuna, glorsoltin, en ég get varla hreyft mig til að koma mér fram í eldhús að borða. Önnur vika að byrja strax eftir stutta helgi. Ekki mikið gert í vikunni annars, fór í tvö próf og skilaði einni ritgerð þannig að valentínusardagurinn var bara tekinn rólega. Svo var annars frí í skólanum á miðv.deginum þannig að það var ágætt.Fór á glímumót um daginn, töpuðum 23-6 sem var ansi lélegt en það er víst ekkert við því að gera. Djammaði ekkert á föstudeginum, var veik heima með kvef og vesen, en tók það allt bara út í gær. Flest allar stelpurnar voru saman komnar á Patterson's vegna þess að ein stelpan sem útskrifaðist síðasta vor var að koma aftur í bæinn til að heimsækja kærastann sinn. Hún vissi bara ekki að hann var að fara að biðja hennar... þannig að allt voða rómó og soleis, og þau bara að fara að gifta sig. En jæja, ekki meira í bili, ætla að fara að fá mér eitthvað að éta... later

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Langt síðan síðast!!!

Já, ég veit... þarf að skrifa meira... það er loksins að ég drífi mig í þessu! Það hefur nú ekkert voða merkilegt gerst hérna undanfarna daga (vikur!) Nema hvað að við héldum uppskeruhátíð liðsins um daginn. Ferlega gaman allt saman. Allir lágu í krampakasti á meðan horft var á myndbandið sem við bjuggum til þar sem við gerðum grín að stelpunum sem eru að útskrifast núna í vor og grófum upp öll myrku leyndarmálin þeirra. Svo fengu þær náttla að hefna sín þegar þær sýndu þeirra verk og gerðu grín að okkur. Eftir allt þetta, eða um kl. 16 var farið heim til Sonds og byrjað að drekka, og svo var djammað allt kvöldið.

Hið sama var gert síðasta laugardag, það er að segja að þrátt fyrir að ég hafi ætlað mér að voða dugleg og læra heima og allt svoleiðis, þá tókst mér einhvernveginn að horfa á sjónvarpið í ca. 20 tíma og djamma öll kvöld. Ekki alveg nógu gott, ég verð að fara að gera eitthvað í þessari leti. Ég laga þetta næstu helgi ;) Svo var líka Superbowl á sunnudeginum. New England Patriots unnu, ekki að það skipti mig einhverju máli, ég nennti ekki einu sinni að horfa á leikinn. Horfði bara á Paul McCartney spila í hálfleik.

Bið byrjuðum að æfa aftur í síðustu viku. 3x að lyfta, og 2x þrek, plús fótbolti einu sinni í viku á eigin vegum (þjálfarinn má víst ekki vera með okkur í jan-feb ef við æfum með bolta), þannig að það er allt brjálað að gera. Manneskjan ekki í neinu formi og er eitthvað að rembast við að laga það.

Svo var líka körfuboltamót að byrja þar sem hópar búa bara til lið og spila saman. Við vorum með tvö lið, A (þær sem kunna eitthvað í körfu) og svo B (restin af liðinu). Stelpurnar vildu endilega að ég skráði mig í þetta því þær vantaði mannskap þannig að ég sló til... Hefði átt að vita betur því ég er vægast sagt hörmuleg í körfubolta. Við kepptum á mánudeginum okkar fyrsta leik gegn AGD, sem er eitt sororitíið hér á kampusnum. Við héldum að við værum því að fara að keppa á móti einhverjum barbídúkkum og að við myndum kanski merja sigur, en nei!!! Gellurnar voru svona tæpir 1.90 á hæð, um hundrað kílóin, og höfðu greinilega æft körfubolta áður, voru með alls konar krefi og læti. Á meðan þá var ég stærst í liðinu mínu og flestar um 1.50. En jæja, við spiluðum leikinn og byrjuðum ágætlega, skoruðum fyrstu körfuna meira að segja, en lengra gekk það ekki. Leikurinn var flautaður af þegar tvær mínútur voru eftir og staðan 3-33, en það má víst ekki vinna með meira en 30 stiga mun. Við fengum þó plús fyrir að kunna að skemmta áhorfendunum sem hæfileikalausasta lið keppninnar og reyna að tækla og hrinda mótherjunum þegar við náðum ekki boltanum. Ég vona bara að næsti leikur gangi betur!

Annars er búið að ákveða það að liðið fari til Englands í sumar, London og Chester nánar tiltekið. Þetta á að vera einhverskonar æfingaferð sem undirbúningur fyrir æfingatímabilið í haust, þannig að það verður bara spennó. Við eigum að funda um það hvernig við ætlum að safna fé fyrir ferðina en ég held að klósettpappír og lakkrís komi ekki til greina þannig að ég veit varla hverju ég á að stinga upp á.

Jæja, ég held þetta sé nú orðið hæfilega langt og tími til kominn að hætta þessu. Kanski ég reyni að skrifa aftur fyrir páska!