laugardagur, febrúar 26, 2005

Helgin komin

Jæja, var að koma heim, er alveg uppgefin. Tók þetta mcat prufu-próf, fór kl. 9 í morgun og var að koma heim núna kl 16:30!!! Ekkert smá erfitt líka, ég held að ég hafi giskað á svona helminginn... svo þyrfti ég helst að skella mér í þvottahúsið hérna við hliðina að þvo þvott... ekki alveg að nenna því samt, sé bara til... Annars er ekkert sérstakt í gangi, fór á Constantine í bíó í gær. Vissi ekkert um þessa mynd nema að Keanu Reeves léki í henni þannig að ég bjóst ekki við miklu. En djí, mér brá svo oft og ég var svo hrædd að ég gat ekki horft á myndina nema að vera með hendurnar fyrir andlitinu, halda fyrir eyrun og rétt svo gægjast í gegnum fingurna til að sjá hvað væri að gerast... mæli ekki með henni fyrir hjartveika en annars var hún ágæt, smá exorcist fílingur í henni en samt allt í lagi.

Var að tala við Molly niðri, fékk að heyra allt dramað sem gerðist í gærkvöldi. Við höfum grun um að Rachel hafi farið í bað í öllum fötunum því í morgun voru öll fötin hennar rennandi blaut um alla íbúð og baðkarið fullt. Hún hins vegar man ekki eftir neinu. Hún og Lauren voru víst all skrautlegar í gær. Í kvöld er svo stefnan að ef að maður safnar saman einhverri orku þá kanski kíki maður á djammið... geymi bara lærdóminn þangað til á morgun því ég hef fengið alveg nóg af því í dag.... Og svo má ekki gleyma því að stærsta partý ársins verður á föstudaginn, Pimps and Hoes þemapartý sem við stelpurnar ætlum að halda heima hjá nokkrum strákum. Allir sem mæta uppástrílaðir fá spes díl á áfengi en hinir fá ekki neitt, sem sagt, í staðinn fyrir að selja rækjur og túlípana þá djömmum við bara fyrir ferðinni til Englands. Allavega, þetta er nóg í bili...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home