miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Langt síðan síðast!!!

Já, ég veit... þarf að skrifa meira... það er loksins að ég drífi mig í þessu! Það hefur nú ekkert voða merkilegt gerst hérna undanfarna daga (vikur!) Nema hvað að við héldum uppskeruhátíð liðsins um daginn. Ferlega gaman allt saman. Allir lágu í krampakasti á meðan horft var á myndbandið sem við bjuggum til þar sem við gerðum grín að stelpunum sem eru að útskrifast núna í vor og grófum upp öll myrku leyndarmálin þeirra. Svo fengu þær náttla að hefna sín þegar þær sýndu þeirra verk og gerðu grín að okkur. Eftir allt þetta, eða um kl. 16 var farið heim til Sonds og byrjað að drekka, og svo var djammað allt kvöldið.

Hið sama var gert síðasta laugardag, það er að segja að þrátt fyrir að ég hafi ætlað mér að voða dugleg og læra heima og allt svoleiðis, þá tókst mér einhvernveginn að horfa á sjónvarpið í ca. 20 tíma og djamma öll kvöld. Ekki alveg nógu gott, ég verð að fara að gera eitthvað í þessari leti. Ég laga þetta næstu helgi ;) Svo var líka Superbowl á sunnudeginum. New England Patriots unnu, ekki að það skipti mig einhverju máli, ég nennti ekki einu sinni að horfa á leikinn. Horfði bara á Paul McCartney spila í hálfleik.

Bið byrjuðum að æfa aftur í síðustu viku. 3x að lyfta, og 2x þrek, plús fótbolti einu sinni í viku á eigin vegum (þjálfarinn má víst ekki vera með okkur í jan-feb ef við æfum með bolta), þannig að það er allt brjálað að gera. Manneskjan ekki í neinu formi og er eitthvað að rembast við að laga það.

Svo var líka körfuboltamót að byrja þar sem hópar búa bara til lið og spila saman. Við vorum með tvö lið, A (þær sem kunna eitthvað í körfu) og svo B (restin af liðinu). Stelpurnar vildu endilega að ég skráði mig í þetta því þær vantaði mannskap þannig að ég sló til... Hefði átt að vita betur því ég er vægast sagt hörmuleg í körfubolta. Við kepptum á mánudeginum okkar fyrsta leik gegn AGD, sem er eitt sororitíið hér á kampusnum. Við héldum að við værum því að fara að keppa á móti einhverjum barbídúkkum og að við myndum kanski merja sigur, en nei!!! Gellurnar voru svona tæpir 1.90 á hæð, um hundrað kílóin, og höfðu greinilega æft körfubolta áður, voru með alls konar krefi og læti. Á meðan þá var ég stærst í liðinu mínu og flestar um 1.50. En jæja, við spiluðum leikinn og byrjuðum ágætlega, skoruðum fyrstu körfuna meira að segja, en lengra gekk það ekki. Leikurinn var flautaður af þegar tvær mínútur voru eftir og staðan 3-33, en það má víst ekki vinna með meira en 30 stiga mun. Við fengum þó plús fyrir að kunna að skemmta áhorfendunum sem hæfileikalausasta lið keppninnar og reyna að tækla og hrinda mótherjunum þegar við náðum ekki boltanum. Ég vona bara að næsti leikur gangi betur!

Annars er búið að ákveða það að liðið fari til Englands í sumar, London og Chester nánar tiltekið. Þetta á að vera einhverskonar æfingaferð sem undirbúningur fyrir æfingatímabilið í haust, þannig að það verður bara spennó. Við eigum að funda um það hvernig við ætlum að safna fé fyrir ferðina en ég held að klósettpappír og lakkrís komi ekki til greina þannig að ég veit varla hverju ég á að stinga upp á.

Jæja, ég held þetta sé nú orðið hæfilega langt og tími til kominn að hætta þessu. Kanski ég reyni að skrifa aftur fyrir páska!

2 Comments:

At 11. febrúar 2005 kl. 12:17, Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha 33-3...hahahaha

En komdu med thá uppástungu ad selja raekjur :)

OG halló mikid var ad thú bloggadir!!!

kisskiss-jona

 
At 17. febrúar 2005 kl. 10:33, Anonymous Nafnlaus said...

Já gaman að sjá að þú ert á lífi!! Kveðja Kata

 

Skrifa ummæli

<< Home