þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Nafnlaust...

Ég veit aldrei hvað ég á að skíra þessar færslur... ekki nógu frumleg í þessum nafnagjöfum. En jæja, ég þóttist voða dugleg í gær. Var að læra inn á bókasafni allan daginn þar til ég fór að lyfta með liðinu... er orðin svakalega sterk núna, massinn alveg gífurlegur. Svo bauð Molly í mat, chicken enchiladas, eitthvað voða gott.

Eftir matinn fór ég síðan með Nolyn í Thomson Center, til að hlaupa smá. Prófaði síðan að boxa smá. Það var bara ferlega gaman, ótrúlega erfitt samt að gera þetta rétt, Nolyn þóttist eitthvað vera að kenna mér. Svo var bara slakað á í heitapottinum í smá stund. Annars ekki mikið í gangi... þrekæfing í kvöld og svo mcat tími frá 18-21... sem sagt langur dagur framundan... later

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home