fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Snjór!!!

Það snjóaði í morgun!!! ég sem hélt að vorið væri að koma. Það allavega hætti fljótlega, og hitinn rétt farinn að slefa yfir frostmark. Annars gerðist smá slys hér um daginn. Ekið var á hundinn hennar Söru, stóran labrador hund sem hét Lily, þannig að hún dó. Allir ferlega miður sín, sérstaklega Sara náttla sem sá þetta allt saman gerast, en kellingarbeyglan sem ók á Lily keyrði bara í burtu eins og ekkert hefði í skorist. Eins og maður taki ekki eftir því þegar maður keyri á svona stórt dýr... ég skil svona pakk ekki...

Ekkert sérstakt í gangi svo sem, er búin í skólanum í augnablikinu, eða þar til kl 6 þegar mcat tíminn byrjar, og ég verð þar til kl 9. Svo er líka þrekæfing seinna í dag kl 4:30. Ég vona að coach viti að við erum allar helvíti aumar og með miklar harðsperrur eftir gærdaginn... efa það samt... En jæja, ég verð að fara að læra, er að fara í fyrsta mcat-prufuprófið á laugardaginn... átta tíma helvíti!!! Þá á að koma í ljós hversu mikið maður veit :( Vona það besta bara.... Later

1 Comments:

At 26. febrúar 2005 kl. 03:44, Anonymous Nafnlaus said...

Thad snjóadi lika á Ítalíu, hefur ekki gerst sidan eg veit ekki hvenar....kv.jona

 

Skrifa ummæli

<< Home