mánudagur, mars 07, 2005


Erum við ekki sæt! Sigrún var að æfa sig á scannernum þannig að hún sendi mér þessa mynd (hún er þessi litla í fanginu á pabba!) Posted by Hello

Enginn titill...

Ég lifði algjöru letilífi um helgina! Gerði varla neitt af því sem ég ætlaði mér þannig að ég verð víst að taka á því þessa vikuna en svo er spring break í næstu viku þannig að þá fær maður smá frí. Nolyn kallinn var hálf slappur þannig að það var ekki farið á djammið á laugardeginum. Í staðinn fórum við í Taboo ásamt Stokes og Rachel... það kom víst í ljós að það er víst ekki alveg eins að spila þennan leik á ensku og á íslensku þannig að ég tapaði öllum leikjunum þrátt fyrir að skipt væri um félaga í hvert skipti. En jæja, það verður bara að hafa það... Í gær var svo bara hangið yfir sjónvarpinu í fleiri tíma, horfði á næstum alla aðra seríuna af Friends en svo loksins tókst mér að drífa mig að fara að gera eitthvað af viti þegar klukkan var að verða fimm!! Ekki seinna vænna því ég er að fara í eðlisfræðipróf á morgun og svo annað próf á fimmtudaginn.

Annars var alveg frábært veður núna um helgina... það hafði verið frost og læti en núna loksins kom eitthvað almennilegt vor veður þannig að vonandi rætist eitthvað úr þessu. Hitinn komst yfir 15 gráðurnar og sól og blíða en það á víst að rigna eitthvað fljótlega þannig að við sjáum bara til hversu lengi þetta veður helst. Ekkert meira að frétta annars... er að fara í tíma núna eftir smástund þannig að ég verð að þjóta... bless í bili!!!

laugardagur, mars 05, 2005

Vá!

Er maður þreyttur eða hvað!!! Við vöknuðum í morgun til að fara yfir til Bens að þrífa húsið hans eftir partýið í gær. Það var allt í messi!!! gólfið klístrað, drasl í teppinu og áfengi og nokkrar ælur út um allt! Algjör vibbi sem sagt. En partýið gekk mjög vel. Við vorum allar uppástrílaðar, (set nokkrar skrautlegar myndir inn fljótlega) í háum hælum, netasokkum, og síðri karlmannsskyrtu og með kanínueyru... =play boy kanínur. Svo voru flestir strákarnir klæddir í eitthvað líka. Við vorum búnar að versla áfengi fyrir 300 dollara, sem er ansi mikið hérna miðað við að maður kaupir líter af vodka fyrir 10, og búnar að búa til fleiri hundruð jello-skot, og vorum með jungle juice í stórum kælum. Þrátt fyrir það þá þurftum við að kaupa meira áfengi allavega þrisvar í viðbót því altaf kom meira og meira fólk í partýið. Við stóðum í ströngu við hurðina og rukkuðum fólk fimm dollara fyrir að koma inn, vorum með stóra og stæðilega stráka við hliðina á okkur til að halda fólki frá sem var með eitthvað vesen þannig að allt gekk bara mjög vel. Svo vorum við með ýmiss konar uppákomur til að fá fólk til að borga meira, body-shots, blautbolakeppni, og margt fleira. Allt gekk sem sagt mjög vel og við græddum meira en 700 dollara, þannig að við höldum líklega annað partý seinna í vor. Allavega, þá var ég orðin svo þreytt í fótunum á því að vera á háum hælum svona lengi að það lá við að nolyn hafi þurft að bera mig heim. En jæja, ég ætla að fara að gera eitthvað af viti, annað hvort að sofa eða borða... later

þriðjudagur, mars 01, 2005

Drama, drama, drama!!!

Þetta eru nú meiri dramadrottningarnar hérna. Það er fundur í dag vegna fjáröflunar fyrir englandsferðina. Ætlum að halda Pimps&Hoes partí á föstudaginn en allt er í uppnámi núna vegna þess að sumum finnst að það eigi ekki að vera haldið hjá rúbbí-strákunum eins og planað var. Allt liðið var eiginlega á því að við ættum að halda það hjá öðrum strák, Benninger, vegna þess að það hús er miklu þægilegra að umgangast og fleira fólk myndi koma vegna þess að hann er betur liðinn innan skólans. Sem sagt, í gær ákváðum við að ÉG skildi hringja í Hawks, sem var búin að plana þetta allt saman, og tékka á því hvað henni fyndist. Við vorum búnar undir það að hún yrði ekkert allt of sátt því hún er dáldið spes, en vá... Manneskjan snappaði gjörsamlega og ég þakka bara fyrir að samtalið fór fram í gegnum símann því hefði hún náð til mín þá hefði hún rifið mig í tætlur. Allavega, þá endaði það á því að ég sagði henni að við skildum bara funda um það á morgun (dag) með öllu liðinu og leyfa þeim að kjósa. Hún hins vegar hótaði öllu illu og sagði að hún myndi ekki láta neitt af því sem hún væri búin að vinna í af hendi (eins og peningakassa, auglýsingar, ker fyrir áfengi o.fl.) ef staðsetningunni væri breytt, þannig að þá verðum við bara að gera þetta allt sjálfar og hún vilji ekkert með þetta hafa... Sem sagt, það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer á fundinum á eftir. Ekkert meira í gangi annars, frí á æfingu í dag því það er svo vont veður, snjór og frost og læti, að við eigum bara að hlaupa sjálfar í Rec-inu. Ætla að reyna að læra eitthvað núna, þarf að lesa 5 kafla í líffræði fyrir kl. 6, efast um að ég nái að klára það en það verður þá bara að hafa það.... Later