þriðjudagur, mars 01, 2005

Drama, drama, drama!!!

Þetta eru nú meiri dramadrottningarnar hérna. Það er fundur í dag vegna fjáröflunar fyrir englandsferðina. Ætlum að halda Pimps&Hoes partí á föstudaginn en allt er í uppnámi núna vegna þess að sumum finnst að það eigi ekki að vera haldið hjá rúbbí-strákunum eins og planað var. Allt liðið var eiginlega á því að við ættum að halda það hjá öðrum strák, Benninger, vegna þess að það hús er miklu þægilegra að umgangast og fleira fólk myndi koma vegna þess að hann er betur liðinn innan skólans. Sem sagt, í gær ákváðum við að ÉG skildi hringja í Hawks, sem var búin að plana þetta allt saman, og tékka á því hvað henni fyndist. Við vorum búnar undir það að hún yrði ekkert allt of sátt því hún er dáldið spes, en vá... Manneskjan snappaði gjörsamlega og ég þakka bara fyrir að samtalið fór fram í gegnum símann því hefði hún náð til mín þá hefði hún rifið mig í tætlur. Allavega, þá endaði það á því að ég sagði henni að við skildum bara funda um það á morgun (dag) með öllu liðinu og leyfa þeim að kjósa. Hún hins vegar hótaði öllu illu og sagði að hún myndi ekki láta neitt af því sem hún væri búin að vinna í af hendi (eins og peningakassa, auglýsingar, ker fyrir áfengi o.fl.) ef staðsetningunni væri breytt, þannig að þá verðum við bara að gera þetta allt sjálfar og hún vilji ekkert með þetta hafa... Sem sagt, það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer á fundinum á eftir. Ekkert meira í gangi annars, frí á æfingu í dag því það er svo vont veður, snjór og frost og læti, að við eigum bara að hlaupa sjálfar í Rec-inu. Ætla að reyna að læra eitthvað núna, þarf að lesa 5 kafla í líffræði fyrir kl. 6, efast um að ég nái að klára það en það verður þá bara að hafa það.... Later

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home