mánudagur, mars 07, 2005

Enginn titill...

Ég lifði algjöru letilífi um helgina! Gerði varla neitt af því sem ég ætlaði mér þannig að ég verð víst að taka á því þessa vikuna en svo er spring break í næstu viku þannig að þá fær maður smá frí. Nolyn kallinn var hálf slappur þannig að það var ekki farið á djammið á laugardeginum. Í staðinn fórum við í Taboo ásamt Stokes og Rachel... það kom víst í ljós að það er víst ekki alveg eins að spila þennan leik á ensku og á íslensku þannig að ég tapaði öllum leikjunum þrátt fyrir að skipt væri um félaga í hvert skipti. En jæja, það verður bara að hafa það... Í gær var svo bara hangið yfir sjónvarpinu í fleiri tíma, horfði á næstum alla aðra seríuna af Friends en svo loksins tókst mér að drífa mig að fara að gera eitthvað af viti þegar klukkan var að verða fimm!! Ekki seinna vænna því ég er að fara í eðlisfræðipróf á morgun og svo annað próf á fimmtudaginn.

Annars var alveg frábært veður núna um helgina... það hafði verið frost og læti en núna loksins kom eitthvað almennilegt vor veður þannig að vonandi rætist eitthvað úr þessu. Hitinn komst yfir 15 gráðurnar og sól og blíða en það á víst að rigna eitthvað fljótlega þannig að við sjáum bara til hversu lengi þetta veður helst. Ekkert meira að frétta annars... er að fara í tíma núna eftir smástund þannig að ég verð að þjóta... bless í bili!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home