laugardagur, mars 05, 2005

Vá!

Er maður þreyttur eða hvað!!! Við vöknuðum í morgun til að fara yfir til Bens að þrífa húsið hans eftir partýið í gær. Það var allt í messi!!! gólfið klístrað, drasl í teppinu og áfengi og nokkrar ælur út um allt! Algjör vibbi sem sagt. En partýið gekk mjög vel. Við vorum allar uppástrílaðar, (set nokkrar skrautlegar myndir inn fljótlega) í háum hælum, netasokkum, og síðri karlmannsskyrtu og með kanínueyru... =play boy kanínur. Svo voru flestir strákarnir klæddir í eitthvað líka. Við vorum búnar að versla áfengi fyrir 300 dollara, sem er ansi mikið hérna miðað við að maður kaupir líter af vodka fyrir 10, og búnar að búa til fleiri hundruð jello-skot, og vorum með jungle juice í stórum kælum. Þrátt fyrir það þá þurftum við að kaupa meira áfengi allavega þrisvar í viðbót því altaf kom meira og meira fólk í partýið. Við stóðum í ströngu við hurðina og rukkuðum fólk fimm dollara fyrir að koma inn, vorum með stóra og stæðilega stráka við hliðina á okkur til að halda fólki frá sem var með eitthvað vesen þannig að allt gekk bara mjög vel. Svo vorum við með ýmiss konar uppákomur til að fá fólk til að borga meira, body-shots, blautbolakeppni, og margt fleira. Allt gekk sem sagt mjög vel og við græddum meira en 700 dollara, þannig að við höldum líklega annað partý seinna í vor. Allavega, þá var ég orðin svo þreytt í fótunum á því að vera á háum hælum svona lengi að það lá við að nolyn hafi þurft að bera mig heim. En jæja, ég ætla að fara að gera eitthvað af viti, annað hvort að sofa eða borða... later

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home