mánudagur, apríl 18, 2005

Jú, ég er á lífi....

Ég veit, ég veit, ekki alveg búin að vera nógu dugleg við að skrifa inn á þetta blogg... allavega, hvað hef ég svo sem verið að gera undanfarnar vikur???? Látum okkur sjá...
-Vorfríið kom og fór. Var upp á spítala að fylgjast með skurðlæknum að verki sem var mjög áhugavert. Svo reyndi ég að læra eitthvað en það gekk víst upp og ofan. Annars keyrði ég rúma átta tíma vestur til einhvers smábæjar í Kansas til að fara í jarðaför með Nolyn og fjölskyldu hans. Ekki alveg beint það skemmtilegasta sem maður getur gert en það var samt gaman að hitta fjölskyldu hans og svoleiðis. Sá líka stærsta hnykil í heimi!!! ábyggilega 2m á hæð og breidd. en annars var ekkert neitt voðalegt spennandi þar að sjá. Mikið af ökrum og bóndabæjum og bærinn lítill (ég er að meina PÍNKULÍTILL!!!) og lítið að gera þar annað en að skoða olíupumpurnar og rykhnyklana á vegunum. Alvöru kántrý bær sem sagt ;) Sá líka þónokkra kúreka, með hatta og stígvél, og risa beltissylgjur og allar græjur og svo náttla munntóbakið. Dáldið spes. Svo líka nokkuð skondið að hótelið þar sem við gistum á (sem var eina hótelið í bænum) var bæði með bílastæði og staura til að binda hestana við ef svo vildi til að við kæmum ríðandi í bæinn.
-Seinna í vorfríinu fór ég til Columbia til að versla smá. Fann hitt og þetta og tókst að eyða smá peningi náttla og fékk svo að keyra trukkinn hans Nolyn í bæinn því að loksins druslaðist ég til þess að taka bílprófið hérna og fá ökuskírteini. Stóðst það náttla með glæsibrag þannig að núna á ég tvö ökuskírteini! Eitt fyrir USA og eitt fyrir klakann.
-Svo byrjaði skólinn aftur á mánudeginum. Allt of snemma eftir einungis viku frí þannig að maður þurfti að fara að gera eitthvað að viti aftur. Fótboltinn fór í gang loksins en það rigndi svo mikið fyrstu vikuna að það var ekkert hægt að æfa upp á velli... sem sagt bara sprettir á malbikinu í boði. Mitt uppáhald!
-Svo komu páskarnir. Fékk pakka frá mömmu og pabba og í honum var allt mitt uppáhalds góðgæti að heiman auk þess að fá líka eitt stykki páskaegg. Pabbi var víst ekki alveg sáttur með hvað það var mikið vesen að senda þetta þannig að kanski ég fái ekkert páskaegg næst en vonandi get ég talað um fyrir honum... það eru ekki alvöru páskar án páskaeggs. Annars fór ég í kirkju með Nolyn. Hef ekki gert það síðan ég var krakki og fór í sunnudagsskólann en það var ágætt... dáldið öðruvísi. Og svo fórum við út að borða! Á páskadag! Allar verslanir opnar hérna og engin svona familíu stemning eins og heima.
-En jæja, páskafríið stóð stutt, einungis 3ja daga helgi þannig að skólinn fór aftur í gang. Loksins hætti að rigna og sólin fór að skína þannig að við gátum byrjað að æfa aftur sem var bara nokkuð gaman. Erum búnar að spila nokkra leiki núna og ganga alveg ágætlega. Spilum tvo leiki á morgun í Iowa en svo er bara alumni leikurinn eftir næsta laugardag þegar við spilum við allar gömlu kellurnar. Tökum þær nú bara í nefið.
-Tók MCAT prófið síðasta laugardag. Það var nú ansi strembið, stanslaust frá átta um morguninn til kl. fimm um daginn, en við bara vonum það besta. Hafði því lítið annað gert en að læra síðustu vikurnar en núna er eins og ég geti barasta ekki fengið sjálfa mig til að opna bækurnar. Ligg bara í leti þrátt fyrir að eiga að skila inn 10-15 bls rannsóknarverkefni á mánudaginn og halda svo 20 mín fyrirlestur um það, og svo náttla 5 bls spænsku ritgerð um ljóðagerð... ekki alveg nógu gott, ég verð víst að fara að koma mér að verki einhvern tímann.
-Svo eru náttla smá gleðitíðindi: ég var valin til þess að fara á leiðtoga ráðstefnu í Flórida núna í byrjun Júní á vegum skólans. Þarna verður einn íþróttamaður úr öllum háskólunum í landinu og við eigum eitthvað að ræða saman og gera eitthvað merkilegt. En allavega, þá hlakka ég bara til. Ég verð komin heim 14. maí fyrir ferminguna hennar Sigrúnar en svo flýgur deildin mig aftur út til að mæta á þessa ráðstefnu. Nokkuð gott ekki satt... ;)
-Hvað fleira get ég svo sagt ykkur...... er komin með vinnu fyrir sumarið, verð að vinna á Rjóðrinu í Kópavoginum.... er að pæla í að fara aftur í Haukana, þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á... tognaði á ökkla í fyrradag en vona að ég geti verið með í leikjunum á morgun... einungis tvær vikur eftir af skólanum (plús ein vika af prófum).... Fer til Englands í fótboltaferð í sumar.... Hlakka til að koma heim!!!
Hasta luego...