þriðjudagur, maí 03, 2005

Hvað segir fólkið?

Jæja, fótboltatímabilið búið, ein vika eftir af skólanum, próf í næstu viku og svo flug heim á föstudaginn 13. (úps, vonum að það boði bara gott). En já, ég hef bara verið þónokkuð busy undanfarna daga að koma öllu á hreint til að ég geti komið heim. Þurfti að biðja nokkra kennara um meðmælabréf fyrir skólaumsóknir og svo var smá vesen með flórida ferðina. Deildin áttaði sig víst á því hversu dýrt það er að fljúga erlendis þannig að þeir ætluðu ekkert að borga en sem betur fer snérist þeim hugur þannig að ég fæ að fara í disney world ;)

Síðasta laugardag (þ.e.a.s. fyrir rúmri viku) þá fagnaði ég því all rækilega að vera loksins búin með mcat prófið. Minnið heldur slitrótt af því sem gerðist það kvöldið en alla vikuna voru mér tjáðar skondnar sögur af því sem ég hafði sagt og gert, talaði íslensku mest megnið af kvöldinu og gerði einhver ósköp...

Svo var annar fagnaður núna á laugardeginum þegar við spiluðum við gömlu leikmennina sem hafa útskrifað. Þær unnu 3-2, ótrúlegt en satt, en ég var lítið með vegna ökklameiðsla. Er rétt að komast í lag núna. En kvöldið var skemmtilegt, fórum öll í partí saman og svo á pöbbarölt, en þetta kvöld tók ég aðeins rólegra heldur en það fyrra. Var víst ekki alveg búin að jafna mig....

Annars er lítið að gera núna annað en að undirbúa sig fyrir lokaprófin. Þarf að taka 5 stykki en ég þarf að ákveða hvort ég taki þau öll á mánudag og þriðjudag til að geta komist í mollið í columbiu á miðvikudag og fimmtudag, eða að ég noti alla vikuna í prófatöku og rétt fari til columbia til að fara út að borða með nolyn og svo beint á flugvöllinn í kansas á föstudaginn... það er spurning... versla? eða taka próf? hmmm...

En jæja, ég þarf víst að fara að spjalla við coach núna. Við kusum fyrirliða fyrir næsta ár í gær (lauren cepicky og lauren davis urðu fyrir valinu) en í dag þar ég að tala við hann um hvernig mér fannst tímabilið ganga og soleis... voða spennó... Later...

1 Comments:

At 8. maí 2005 kl. 03:52, Anonymous Nafnlaus said...

já drífðu þig heim kella! ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home