mánudagur, júní 27, 2005

Komin heim í heiðardalinn...

Jæja, nú er ég loksins komin heim... Reyndar búin að vera heima í rúman mánuð núna en hef verið of busy (löt) að skrifa á þetta blessaða blogg. En það er svo sem ekkert alltof mikið að frétta.

Fór til Flórida um mánaðarmótin maí/júní og skemmti mér bara konunglega. Brann reyndar nokkuð mikið og var töluvert flögnuð á bakinu eftir tvo og hálfan tíma í 30+ stiga hita og sól. Reyndar fékk ég ekki meiri sól því strax á öðrum degi þá byrjaði að rigna. Annars var bara mjög gaman. Hitti fullt af fólki, fór í Disney World og lærði ýmislegt um háskólaíþróttir í BNA.

Síðan ég kom heim hef ég annars bara verið upptekin af þessu sama gamla: Fótbolta og vinnu. Er komin aftur í Haukana, sem og reyndar nokkrir aðrir ellismellir þannig að það gengur bara vel. Keppum við Þróttarana í kvöld þannig að það verður gaman að sjá hvernig það fer. Vinnan er hins vegar ný. Er hætt í BYKO eftir margra ára starf og byrjuð að vinna á Rjóðrinu, þar sem er hvíldarinnlögn fyrir langveik börn. En ég sé nú ekki eftir því að hafa hætt í BYKO því ég dýrka vinnuna mína núna: skemmtilegt starfsfólk og frábær börn.

En jæja... það er nú ekki mikið annað í fréttum.... er að fara í útilegu um helgina með Allý, Fríðu og fleiri þannig að það verður án efa mikið stuð... fyrsta djamm sumarsins... en vi ses...