miðvikudagur, mars 22, 2006

Hmm...

... Hvar á að byrja. Jú, það er satt, ég er trúlofuð. Átti ekki von á því en Nolyn skellti sér á hnéið eins og í bíómyndunum, voða rómó bara. Er annars ekki byrjuð að plana neitt, ætla að bíða með það í dágóðan tíma. Við fórum á skíði í Colorado fyrir rétt tæpum 3 vikum og vorum þar í fjórar nætur. Alveg æðislegt skíðafæri og svakalega fallegt þarna. Risastórar brekkur, með moguls, og stökkpöllum, en skemmtilegast var að skíða inn á milli trjánna sem voru þarna út um allt. Ferðin var samt ansi löng, um 14 tíma akstur hvora leið þannig að maður var vel þreyttur eftir þetta amstur.

Spring break var svo kærkomið frí í síðustu viku. Gerði lítið annað en að slaka á. Fór til Columbiu tvisvar að djamma og soleis, en ég var mest í afslöppun og undirbúningi fyrir lokaátökin á önninni. Annars fórum við til Columbia um helgina til að djamma með Shannon systir hans Nolyns. Vinkona hennar vildi endilega fara á einhvern bar sem kallaðist Cody's og við vissum náttla ekkert þannig að við samþykktum það auðveldlega. Þegar við komum á staðinn þá er þetta svona Country bar, risastór á tveimur hæðum og með hljómsveit og allt saman. Ekki nóg með það heldur er eitt stykki "rodeo" naut í einu horninu og svaka röð af gellum sem biðu eftir að fá að fara á nautið. Ansi skondið en Shannon ákvað að skella sér á þetta þrátt fyrir allt. Fullt af svona gaurum í kúrekastígvélum, með hatta, risa belti og allt saman þannig að þetta var soldið spes. Við skemmtum okkur samt bara ágætlega en ég efast um að ég fari aftur þangað, línudansinn er ekki alveg að gera sig.

Á sunnudeginum verslaði ég svo slatta. Var komin á þörfina eftir að hafa staðist freistinguna þegar Jóna og Nanna komu til mín með 17 ferðatöskur fullar af nýjum fötum. Bæ ðe vei þá var alveg æðislegt að fá þær í heimsókn og strákarnir skila slefandi kveðju til ykkar ;) Ég held ég hafi sjaldan séð karlpeninginn svona desperate.

Hvað get ég fleira sagt frá... jú, ég er að reyna að fara hætta minni fjögurra mánaða leti og reyna að fara að hreyfa mig eitthvað svo ég komist í eitthvað form fyrir sumarið. Búin að fara tvisvar í þessari viku sem mér finnst bara nokkuð gott afrek.
En jæja, er þetta ekki orðið ágætt?
Later...

2 Comments:

At 24. apríl 2006 kl. 12:39, Anonymous Nafnlaus said...

Nohh til hamingju með það! =)

 
At 25. maí 2006 kl. 16:29, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með trúlofunina! Betra seint en aldrei að óska til hamingju! Ég vissi ekki einu sinni að þú ættir kærasta, ætti kannski að vera duglegri að kíkja hérna inn! ;)

Kveðja,

Ágústa Alda skólasystir úr MH.

 

Skrifa ummæli

<< Home